Voru ekki allir að skúra ?

Ég get varla verið einn um að hafa tekið mig til og skúrað gólfin hérna þegar mesti hamagangurinn var í leiknum ? - Gat bara ekki setið rólegur við sjónvarpið og dreyf mig bara í því að gera eitt það leiðinlegast sem mér datt í hug, skúra !

Var búinn að skella í þvottavélina og svo þaðan í þurrkarann og svo aftur meira í þvottavélina og ..... eins gott að þessum handboltaleikjum fari að ljúka annars veit ég ekki hvað ég get farið að stússa í framhaldinu.

Alveg merkilegt að af þremur vinsælustu íþróttunum ( fótbolti, karfa, handbolti ) eru landsleikir í handbolta þeir einu sem fara gjörsamlega með taugarnar hjá mér. Í fótbolta og körfu er ég yfirleitt salla rólegur - OK ekki alveg rólegur kanski en finn enga þörf að fara að skúra.

Er sam viss um að húsfrúin á heimilinu er ekkert ósátt við að það verði fleiri spennandi útsendingar á handbolta á næstuni.


mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ég hefði þurft að skúra...

Júlíus Garðar Júlíusson, 31.1.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband