Óréttlæti - höfundarréttur

Ef þetta er ekki óréttlæti þá veit ég ekki hvað, hef pirrað mig á þessu síðan skattur var lagður á tóma geisladiska því hugsanlega væri hægt að nota þá fyrir að afrita tónlist eða annað höfundarvarið efni ! Þvílíkt rugl, ég nota ábyggilega hundruð geisladiska á ári og hugsa að ég noti um 10 undir tónlist. Þessir 10 eru notaðir til að taka afrit af keyptum diskum sem  prinsessan á heimilinu notar svo, þannig að ef afritið rispast/brotnar þá er hægt að afrita keypta frumritið aftur.

Spurning að setja skatt á bíla því það er hugsanlega hægt að nota þá í innbrotum, já og jafnvel bankarnir fengju settann skatt á skíðagrímur því þær hafa verið notaðar við bankarán og vissulega verða bankar af peningum þá. Svo það má alveg nota sömu rök og höfundarréttarmafían notar. 

En að ég skuli borga Stef og fleiri höfundarréttarsamtökum gjald þegar ég skrifa drivera ( sem eru ókeypis viðbætur á keyptan hugbúnað ) eða tek öryggisafrit af ljósmyndunum mínum er gjörsamlega óþolandi og erfitt að skila að nokkur maður hafi samþykkt slíkan fasista gjörning að setja þennann skatt á. Maður spáir virkilega í því hvaða ítök höfundarréttarmafían hefur hjá þeim sem ákvaðu að samþykkja þennann skatt.

 


mbl.is Sannað að viðskiptavinir í verslun heyrðu í útvarpi á kaffistofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú notar 1/10 af geisladiskunum undir tónlist þá er þetta leyfisgjald sem þú borgar til að fá að búa til eintök af tónlist afskaplega lágt gjald.  Gjaldið sem þú greiðir á ári er 170 krónur.  170 krónur fyrir 10 diska á ári er bara skítbillegt.  Ef þú hefði keypt þessa diska með tónlist út úr búð þá hefðir þú greitt sennilega 20 þúsund krónur og meiri hluti þessara 20 þúsund króna hefði farið til ríkisins og verslunarmannsins, hugsaðu um það.

 Kveðja,

Karl

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 05:01

2 identicon

Finnst þér ekki Karl, að 20.000 krónur fyrir 10 geisladiska (og nú veit ég að þetta er nær 25.000) er alveg fáranleg há upphæð? Og það skiptir litlu máli hvort þú kaupir nýja eða um 2 ára gamla diska! Í mörgum löndum lækka diskar um 25-30% eftir 6 mánuði frá fyrstu útgáfu og svo enn um 50% eftir aðra 6 mánuði. Ef ég gæti keypt tiltölulega nýja tónlist á um 1.000 krónur, þá myndi af öllum líkindum versla meira og fá minna "lánað" hjá vinum og vandamönnum!

 Daniel S.

Daníel Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband