Ítalskir húliganar

Allt hjálpast að til að skemma fyrir ítölsku knattspyrnuni, fyrst múturmálin og svo þetta. Maður hefur oft horft í forundran á áhorfendapalla á leikjum þar, menn í stæðum og nánast í áflogum. Svo ef einhver svo mikið sem stendur upp og hóstar á leikjum í Englandi þá verður allt vitlaust, en á Spáni er leyfilegt að gríta gsm símum og öðru lauslegu að leikmönnum og ekkert sagt. Greinilega ekki sama sem gildir í knattspyrnuheiminum, það sannaðist best þegar Rio gleymskuheili Ferdinand gleymdi að mæta í lyfjapróf og var dæmdur í langt bann meðan menn á Ítalíu voru dæmdir í stutt bann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.


mbl.is Öllum knattspyrnuleikjum á Ítalíu aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ítalskir hafa löngum glímt við bulluvandamál en ítrekað neitað að horfast í augu við þau. Bullurnar hafa sýnt rasistahegðun, slegist á pöllunum og ég veit ekki hvað. Þeir eru líka enn með gamla stæðakerfið sem er löngu orðið enskum þyrnir í augum (viðgengst þó enn víða á meginlandinu)

Atvikið í kvöld þýðir einfaldlega að ítalskir geta ekki lengur lokað augunum og horft í hina áttina en það er skelfilegt að menn skuli aldrei taka við sér fyrr en eftir stóráföll. 

Zunderman (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband