Peningaplokk í heimabanka

Margir hafa heyrt sögur frá árdögum tölvutækninar þegar menn í bandaríkjunum sendur út gíróseðla og án þess að nokkur þjónusta lægi að baki. Núna virðast Íslendingar vera farinir að stunda þennann ósið og senda mönnum greiðsluseðla í heimabanka án þess að nokkur vara eða þjónusta liggi að baki. Nú eru margir með þjónustufulltrúa í bankanum sínum sem sér um að greiða alla reikninga og því hægara um vik en að svona reikningar séu greiddir. Ég hef sjálfur fengið svona reikninga frá góðgerðarstofnunum án þess að ég hafi nokkuð falast eftir að styrkja viðkomandi samtök og ljóst að þau verða ekki styrkt af mér í framtíðini.

Bendi fólki á að skoða vandlega hvaða reikningar koma fram í heimabönkum þess, nóg er um að menn geri bindisamninga við fyrirtæki til 12 mánaða í sambandi við alls konar áskrift td af sjónvarpsstöðvum og svo er bindinginn bara í aðra áttina og seljandanum heimilt að hækka áskriftargjaldið nánast að geðþótta en viðskiptavinurinn situr uppi með að borga í 12 mánuði.


mbl.is Greiðsluseðlar sendir í heimabankann án þess að vara sé pöntuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband