Góðu fréttirnar

Hann er vinsæll og umbinn veit af því, hef áður tjáð mig hérna um hlutverk umboðsmanna sem oft á tíðum virðast hugsa meira um að fá hreyfingu á sölumál til að fá smá klink í kassan í formi prósenta af nýjum samningum. Til þess koma þeir alskonar sögum um meintann áhuga hina og þessara liða á umbjóðendum sínum og vonast til að það komi nýr samningu með meira klink í kassann.

Þá verður manni hugsað til snillinga eins og Paul Scholes sem nennir ekki að standa í því að vera með umboðsmann, því hann vill bara spila fyrir sitt lið og svo stimplar hann sig út úr vinnuni þegar æfingu líkur og eyðir tímanum með fjölskylduni. Hann hefur aldrei verið með skósamning eða slíkt að því ég best veit og enga samninga sem fela það í sér að hann þarf að koma opinberlega fram. Hann er hins vega óþreytandi að fara í heimsóknir á sjúkrahús og skóla og gerir það með glögðu geði gegn einu skilyrði og það er að það verði engir fjölmiðlar á staðnum.


mbl.is Ronaldo: Ekki á förum Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samammála þér um Scholes sem er minn uppáhaldssleikmaður af mörgum frábærum í liði Manchester United. Blaðamaður einn sem tók viðtal við hann fyrir mörgum árum sagði að það væri alltaf hálf undarlegt að taka viðtal við Paul Scholes, hann væri svo blessunarlega laus við alla stjörnustæla og telji hæflileika sína á knattspyrnusviðinu engu fremri en aðrir búa yfir á öðrum sviðum. Algjör gullmoli, Paul Scholes.

Björn Valur

Björn Valur (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband