Flokkaflakkari

Maður kannast við hugtakið flakkari sem var ef ég man rétt notað um uppbótarþingmann sem var á flakki um landið á kosninganót þangað til úrslit lágu fyrir.  En núna virðist hann hafa stökkbreyst í Flokkaflakkara, og persónugerfingur hans er Kristinn H. Gunnarsson, en var Ólafur forseti ekki líka í þessum bransa á árum áður - kanski hann verði næst forseti Indlands ?

Mér finnst ólíðandi að fólk sem er á lista flokks þegar kosið er til alþingis eða sveitastjórna geti bara hoppað af lestini á miðri leið og fengið far með næstu lest. Menn mega alveg hoppa af lestini og hætta við ferðalagið en að hoppa uppí bólið hjá öðrum flokki minnir mann mest á það sem kallað er elsta atvinnugrein í heimi.

Ef menn geta ekki unað sér í hverju bólinu á fætur öðru er þá ekki bara að stofna sitt eigið ból, það virðast ansi margir hugsa sér til hreyfings í þeim efnum nú um stundir.


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband