Dýrt grænt ljós

Það reyndist frekar dýrt grænaljósið hjá þessum ökumanni, sem var á rúmlega tvöföldum hámarkshraða og gaf þá skýringu að hann hafi verið að reyna að ná grænu ljósi. Hann hefði sennilega bara komið beint á næsta græna ljós ef hann hefði haldið sig innan leyfilegs hámarkshraða.

Svo er talað um nokkrir hafi verið stoppaðir í grennd við grunnskóla þar sem leyfður er 30 km hámkarshraði. Það er fátt sem pirrar mig meira en þessi 30Km hverfi, það er bara varla hægt að keyra á 30 km hraða, keyri nánast á hverjum degi í gegnum svona hverfi og geri það oft að prufa að halda mig undir 30 sem þýðir að maður er að silast á rétt rúmum 20 sem passar ekki vel við gírana í mínum bíl.  Það eru ansi margir farnir að blikka ljósum og sumir missa þolinmæðina og taka fram úr, meira að segja lögreglan hefur gert það og gaf engin merki um forgangsakstur en ég reikna með að hún hafi verið nálægt tvöföldum hámarkshraða til að komast fram úr mér.

Til hvers er verið að setja svona takmörk sem engin virðir, ég bara man ekki eftir að einhver keyri um þetta hverfi á innan við 30, því jú 30 er hámarkshraði. Nær að hafa þetta td 40, það muna td miklu á mínum bíl í sambandi við gírana hvort maður er að halda sig rétt innan við 40 eða 30 og hugsa ég að gírhlutföllin í mínum bíl séu ekkert ósvipuð öðrum fólksbílum.

Svona reglur sem enginn fer eftir er ekki til þess að menn öðlist virðingu og læri að fara eftir reglum.


mbl.is Á 105 km hraða á Drottningarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband