Allt er vænt sem vel er grænt

Greinilegt að vorfiðringur virðist hlaupinn í landann sem skvettist um öll tún og rembist við að kenna sig við græna litinn, margir við vinstri og svo aðrir hægri.

En í ljósi hversu margir eru óákveðnir í síðustu skoðanakönnunum þá sé ég fram á skemmtilegt kosningavor og spennandi kosningabaráttu sem ég vona svo sannarlega að verði málefnaleg.

Mitt atkvæði er í það minnsta ennþá laust, hef oft flokkað mig sem hægra meginn við Hannes Hólmstein og stundum haft á tilfinninguni að ég sé að nálgast Steingrím J. Sé sem sagt að detta yfir línuna í hina áttina ef við ímyndum okkur að þessi hefðbundna hægri vinstri lína liggi í hring.

Hefur oft fundist sem umræða um náttúruvernd einskorðist svolítið við þau svæði sem eru langt í burtu frá Reykjavík, finnst Hellisheiðarvirkjunin algjört umhverfisslys og stórt líti á landslaginu en hef ekki heyrt marga tala um það. Frekar í tísku að tala um einhver svæði sem nokkrar gæsir hafa gert sér hreiður undanfarið - og er ég samt ekki að gera neitt lítið úr því þrátt fyrir að ég setji þetta svona fram.


mbl.is Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokkrar gæsir...??  Ertu einhver brandarakall eða svoleiðis?

Illugi (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband