Hefnigjarnir and..otar
15.2.2007 | 08:27
Það hefur lengi loðað við íþróttir, og þá sérstaklega þessa sem hefur oft verið kölluð snerting án íþróttar eða klísturbolti af gárungunum, að menn bíði færis á að hefna sín.
Ég hef heyrt nokkrar góðar sögur af fyrstu hendi af svona viðskiptum og þar á meðal ein sem viðkomandi leikmaður beið í heil fimm ár eftir því að geta hefnt sín á leikmanni. Sá hafði ferið heldur ílla með hann og næst þegar þeir mættust ( 5 árum síðar ) rétti minn maður út olnbogann þegar gerandinn hljóp meðfram vörnini og hljóp hann svo á útréttann olnbogann og lá óvígur eftir.
En langrækir fundust mér þýskararnir á HM að baula á Loga það sem eftir var keppninar, en ansi fannst mér samt flott hjá honum að standa á góflinu í leiknum á móti þeim og njóta baulsins.
Zeitz hefndi sín á Loga Geirssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sýnir bara hvað þjóðverjar eru með eindæmum óþolandi,kannski ekki furða að maður telji þjóðverjana við sundlaugina fyrsta daginn í sumarfríinu......enda geta þeir eyðilagt fyrir manni fríið ef þeir eru í meirihluta!!
Reynir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:25
Fyrir það fyrsta að þá er Zeitz ekki heill á geði, hann á ekkert með að hefna sín fyrir slys. Það sá það hver maður að þegar Logi tók aukakastið hoppaði þýskaradjöfullinn upp, ef hann hefði ekki gert það hefði boltinn farið í hendur hans en ekki höfuð. En Logi náttúrulega var bara svalur á því, ég spái því að í næsta leik Lemgo og Kiel mun Logi salla mörkum á Zeitz og fífla hann gjörsamlega.
Hilmir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.