Beckham að sigra heiminn ?
15.2.2007 | 09:08
Margir íþróttafréttamenn og bloggarar, héldu því fram að ferill Beckham væri á enda, nánast hættur að komast í liðið hjá Real Madrid, dottinn út úr enska landsliðinu og svo til að kóróna þetta allt samann var hann á leiðini til USA að spila.
En Beckham sannaði að hann á sér ennþá líf í boltanum, hann var dreginn í lið Real eftir háðuleg töp undanfarið og skoraði á þann hátt sem hann er hvað frægastur fyrir beint úr aukaspyrnu. Svo er McClaren búinn að opna dyrnar aftur, en spurningin er sú hvort Becks hafi nokkuð tíma í að spila með landsliðinu. Nóg að gera í því að vingast við fræga fólkið í Hollywood, og bara tímaspursmál hvenær hann fetar í fótspor snillingsins Eiríks Kantóna og leiki í kvikmyndum.
Beckham aftur í enska landsliðið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.