Hjartagalli ?
15.2.2007 | 17:49
Ramos systurnar tvær hafa nú látist á innan við hálfu ári, ekki þekki ég nú til þeirra. En manni dettur í hug hvort einhver hafi pælt í því að kanski sér hjartagalli hjá þeim fyrst álitið er að þær hafi báðar fengið hjartaáfall ?
En svo eru líka "vinsæl" megrunar efni sem fólk er að troða í sig sem eru stórhættuleg og geta, eftir því sem sagt hefur verið, valdið hjartaáfalli. En ekki taka það sem ég sé að verja of grannar fyrirsætur, réttnefni á þær er herðatré. Skil ekki þessa tískuáráttu að hafa svona ofurgrannar fyrirsætur/herðatré því oft á tíðum lufsast fötin bara utaná þeim og tilsýndar líta þær stundum út eins og þær séu í kartöflupokum eða álíka.
Ekki það að ég sé nein tískulögga sko - vil nú bara mínar jogging buxur og íþróttabol !
Átján ára fyrirsæta lést í Úrúgvæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.