Kanoute betri en Rooney

Er ekki málið að skipta á "Fat Scouser" aka Shrek aka Venna Rún og Freddy Kanoute ? Horfði á leik Sevilla og Atletico Madrid í kvöld og hreyfst enn einu sinni af Freddy, ótrúlega duglegur leikmaður og heldur boltanum rosalega vel og svo skorar hann mörk Smile

Annars er þetta búinn að vera mikill boltadagur, en þó þykir mér verst að Ármann/Þróttur nennti ekki að keyra norður og spila við okkur Þórsara í 1. deildini í körfu í dag. Ótrúlegt að fullorðið fólk skuli haga sér svona, segjast varla hafa átt í lið - fáránleg afsökun, eru þeir ekki með yngri flokka ?

En maður gat svo sem í staðinn skellt sér í sófann og horft á sjónvarpið, endalaus fótbolti í allan dag og svo var nú líka smá í gær, byrjaði að stússast í getraunum fyrir Þór fyrir tíu og var fram yfir tvö. Þá settist maður aðeins fyrir framan sjónvarpið og horfði á eins og einn og hálfan leik.


mbl.is Sevilla upp að hlið Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband