Uss skiptimynt
28.2.2007 | 09:37
Eyða 300 þúsund á mánuði með korti, það er ekki neitt. En á gamans þá er þetta einn eitt dæmið um öryggi/öryggisleysi í sambandi við notkun á greiðslukortum. Margir fara alveg yfirum og halda langa ræðu um öryggi ef maður segist nota kortið sitt til að greiða fyrir vörur á netinu. Svo fara þessir sömu aðilar á veitingahús og láta þjóninn hafa kortið sitt sem svo labbar með það eitthvað á bakvið og getur stolið upplýsingum af kortinu þar ef vill. Sama er uppi á teninginum í svokölluðum "lúgusjoppum" í fæstum tilfellum sér maður hvað afgreiðslufólkið er að gera með kortið það hverfur úr augnsýn og getur tekið niður þær upplýsingar sem þarf ef það vill.
Gott að velta þessu aðeins fyrir sér.
Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.