Góður vegur
12.3.2007 | 17:29
En er hann nægilega grænn ?
Það verður erfiðast að selja þessa hugmynd öllum nýgrænum sem hafa sprottið fram á sjónarsviðið undanfarið. Það virðist enginn vera maður með mönnum nema vera umhverfisgrænn eða var það umhverfisvænn ? - hvað um það allt er vænt sem vel er grænt
Hef samt svolítið á tilfinninguni að ansi margir af þessum nýgrænu hugsi ekki um umhverfisvernd af fullri alvöru, séu svona meira að vera með því það sé í tísku að vera grænn. Hef ekki orðið var við aukningu á umhverfisvænum bílum td, nei það er enginn maður með mönnum nema vera á sem stærsta jeppanum á stærstu dekkjunum svo hann nái nú að eyða nógu miklu af eldsneyti.
Segja arðsemi nýs Kjalvegar vera 5,6 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem að hefur gleymst í þessari umræðu er það hvað verður um byggðir á leiðinni? Vestfirðir detta endanlega út og sveitarfélög á Norðurlandi vestra verða illa fyrir barðinu á skertri þjónustu, auk þess sem að mikill partur þeirra flutninga sem að eru á milli Ak og Rvk þarf að stoppa í byggðum á leiðinni, þ.e. Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkrók og Skagaströnd, þannig að þungaflutningur munu áfram vera mun meiri um Þjóðveg 1 en hinn nýja Kjalveg. Síðan má benda á það líka að Svínavatnshreppur hinn horfni, núverandi Húnavatnshreppur lagði mikið í vegagerð upp til Hveravalla á sínum tíma og má benda á það að stóran part af árinu er hægt að fara þarna uppeftir á FÓLKSBÍL, annað er hins vegar að segja um sunnanmenn. Engin þjónusta er á Hveravöllum yfir vetrartímann, ekkert GSM samband og veður oft válynd, enda myndi vegurinn liggja á milli jökla í mikilli hæð. Síðan er það það. Ætti að rukka bændur fyrir að fara með kindurnar sýnar á fjall? Og hvað þá þegar að þeir ætla að smala þeim? Afurðarstöðvar myndu ekki vilja taka þátt í þeim kostnaði, og hvað þá neytendur. Mín skoðun er það að frekar ætti að klára hringveginn, koma þungaflutningum á sjó og gera almennilegan malarveg frá Gullfossi og upp í Hveravelli og láta þar við kyrrt liggja.
Helgi Sv Jóhannsson.
Íbúi í Húnavatnshrepp.
Helgi Sv Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.