Skyr er gott

Gaman að heimurinn sé að fá að kynnast þessari frábæru vöru. Ég er alinn upp á mjókurvörum enda starfaði faðir minn sem mjókurfræðingur til fjölda ára, ég var líka svo lánsamur að byrja mína vinnu í Mjólkursamlagi KEA og vann þar í ein tíu ár með skólagöngu.  Fæ ennþá vatn í munninn af tilhugsun um vel kalda skyrmysu, besti drykkur sem ég hef smakkað, alveg ómenguð af aukaefnum.

Er líka þannig gerður að ef ég smakka ekki mjólkurvörur í einn til tvo sólarhringa þá fer maginn í mér á hvolf, hef mest rekið mig á það í ferðum erlendis. En í dag byrja ég að að finna búð þar sem hægt er að kaupa mjólkurvörur td jógúrt eða álíka og fæ mér alltaf svoleiðs á hverjum degi. Meira að segja vel kaldur Guinnes nær ekki að halda maganum í góðu standi, helst ef  maður bætir við ekta enskum morgunverði sem fyrsta mat og svo 1-2 ískaldir Guinnes þá er maður fínn en ein jógúrt gerir mann 100% - enda er mjólk góð.

Eini gallinn er kaninn eða aðrir útlendingar fara að fatta skyrið þá er ekki víst að við getum framleitt nóg handa öllum sem vilja, en það eru seinni tíma pælingar.


mbl.is Níu tonn af skyri til Bandaríkjanna í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband