Dagurinn ónýtur

Andskotinn ! segi og skrifa Andskotinn.

Alveg búinn að fá nóg af þessu fjárans 365 fjölmiðladæmi sem kaupir allt og alla - andskotinn!

Svo segja nýjustu sögur að þeir ( 365 - eða hvað það heitir núna )  ætli með enska boltann á nýja sjónvarpsrás en ekki endurtek EKKI á SÝN - hvar endar þetta ? Ef ég þekki þá rétt þá sýna þeir slatta á nýju rásini og slatta á Sýn svo menn verða að vera áskrifendur á báðum, og hvernig ætla þeir að sýna alla leikina á sama tíma eins og Skjárinn hefur gert svo vel ?

Held að það styttist í að maður segi upp áskriftinni af Sýn og forði sér með símann og internetið frá Voðafón.

Svo er bara að skella sér á móttöku disk og vera sinn eiginn dagskrárstjóri fyrir svona ca sama pening og kostar að vera áskrifandi núna að Sýn.

Verst að enginn hefur grafið upp svipinn á einum lýsaranum á Sýn þegar hann sagði frá því með nánast með grátstafinn í kverkunum að Skjárinn gæti aldrei sinnt enska boltanum jafn vel og Sýn gerði og svo bísnaðist hann mikið yfir veðrinu sem Skjárinn greiddi fyrir samninginn. Skjárinn hefur sko staðið sig í að sýna leikina og nánast alla leiki.

Svo borgar Sýn núna margfalt meiri upphæð fyrir samninginn - greinilega búnir að gleyma því sem lýsarinn sagði að það væri alltof hátt verð sem Skjárinn borgaði Smile

 


mbl.is Sýn kaupir sýningarrétt á Formúlu 1 kappakstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara það...ég sé ekki fyrir mér að Arnar eða Hörður verði góðir í að lýsa útsendingum í F1. Ég er ekki kátur með að sýn sé að taka næanast allar íþróttir á sig,því þá mun áskriftir hækka í eittthvað fáranlegt að maður verður að taka aukavinnu o.s.fr.

Svo verður farið  að senda út golf,fótbolta,formúlu1 á sama tíma á 3 mismunandi rásum og séráskrift á hverri stöð.Kostnaður ca.8-12000 kall gæti ég trúað og svo þarf maður að velja úr hvað maður vill kaupa og horfa á.

Seljum bara rúv til 365. 

Eggert Már Stefánsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:48

2 identicon

Sko vá manni langar eiginlega að fara grenja hvað fólk hefur mikið á móti breytingum. Síðast þegar ég man eftir svona miklu væli var þegar einmitt boltinn frá Sýn, hvað SkjárEinn væri slæmur og hvernig þetta væri allt ómögulegt og næsta væl var þegar SkjárEinn stofnaði sér rás fyrir fótboltann.

 Þegar Sýn var síðast með boltann var ekki jafn mikill möguleiki að hafa jafn margar stöðvar eins og er í dag, en með tilkomu Digital Íslands og með yfirtöku Vodafone á dreifikerfi 365 mun þetta breytast á næsta ári. 365 != Vodafone lengur.´

Þegar enski boltinn byrjar á næsta ári mun Vodafone hafa skipt út öllum gömlu sendunum fyrir Digital Ísland senda ( út á landi ) ásamt því að hafa byrjað með sitt eigið ADSL sjónvarp, sem þýðir að notendur þeirra geta nýtt sér fullan hraða og verið með sjónvarpið sem var ekki hægt meðan ADSL sjónvarpið var í gegnum Símann. Ennfremur verður Sýn og allar hliðar rásir sýndar á ADSL sjónvarpi Símans og á Breiðbandi Símans þannig það verður enginn neyddur að versla við einn né neinn, eins og Síminn gerði og allt var vitlaust útaf.

Ég hef nú ekki heyrt að Enski Boltinn eigi að vera á sér rás og efast ég um að það verði gert, hins vegar hafa verið einhverjir draugar í svartsýnasta fólkinu uppi með það að Sýn muni gera eins og síðast það er að blanda leikjunum á Sýn og Stöð 2 og ég giska að þessi "rumor" hafi sprottið uppúr því.

Það gefur augaleið að Sýn getur ekki skorið niður á þjónustunni við áskrifendur sýna, við getum alveg gefið okkur það að á næsta ári verður til Sýn, og svo Sýn Extra 1 - 5 ( að minsta kosti ) jafnvel munu þeir hafa sér rás SýnOpen ( fyrir óruglað efni ) veit það ekki, á eftir að koma í ljós.

 Hvernig væri að fólk myndi spara tárin og vælið þangað til að eithvað sé komið í ljós, ótrúlegt hvað fólk getur vælt mikið án þess að vita staðreyndirnar.

Er þó samála þér með eitt, ég er frekar hræddur með áskriftarverðið og þótt ég stór efi að það verði í 10 - 12 þúsund kallinum að þá finnst mér nú ekki ólíklegt 4 - 5 fyrir M12 áskrifendur.

Depill (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Það verður gaman að sjá næsta milliuppgjör á 365 .... hefur ekki verið björgulegt hingað til ......

Hólmgeir Karlsson, 20.3.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband