Lánasjóður íslenskra námsmanna að skíta á sig ?

Er tölvukerfið hjá LÍN hrunið eða hvað er eiginlega í gangi ?

Fékk þann 21.03.2007 greiðsluseðil að upphæð 46720 sem er í sjálfu sér hið besta mál nema að GJALDDAGINN er 01.03.2007 og eindagi 05.03.2007 - Sem sagt  þá er eindagi á greiðsluseðlinum 15 dögum áður en blessaður seðillinn fer í póst ! ( póststimpillinn er 20.3.07 )

Svo dúkkar greiðsluseðillinn upp í heimabankanum hjá mér þann 19.03.2007 ef ég man rétt og daginn eftir eða þann 20.03.2007 borga ég greiðsluseðilinn í heimabankanum og þá eru komnir á hann dráttarvextir að upphæð 616 krónur.

Svo til að bíta höfuðið af skömmini fékk ég í morgun ítrekun frá þeim og þar stendur að greiðsluseðill frá 01.03.2007 sé ógreiddur, bréfið er dagsett 21. mars 2007 eða daginn eftir að þeir póstleggja greiðsluseðilinn til mín Smile

Á maður að hlæja eða gráta eða hvað ?

Eru fleiri sem hafa lent í sama klúðri hjá þeim ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hlæja, því hláturinn lengir lífið. Það er ekki þess virði að gráta fyrir 616 kr :) .... en þetta er samt alveg út í hött. Þú gætir sent þeim tölvupóst og kurteislega beðið sjóðinn að endurgreiða þér þessa vexti og sett link á bloggfærsluna þína. Því ég á bágt með að trúa að þú sért sá eini í heiminum sem hefur fengið þessa meðhöndlun.

Hólmgeir Karlsson, 24.3.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband