Jahérna - allt má

Maður er nú bara hálfundrandi, en sennilega má þetta ef tilgangur er ekki lostugur eins og segir í dómsorði:

"Brot ákærða er talið varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að mati dómsins er óumdeilt að háttsemi ákærða var til þess fallin að særa blygðunarsemi Y. Til þess að unnt sé að sakfella ákærða fyrir brot á nefndri 209. gr. þarf háttsemin að vera lostug af hans hálfu. Í greinargerð með frumvarpi til breytingar á almennum hegningarlögum sem varð að lögum nr. 40/1992 segir svo m.a. svo: ,,Af nýjum sérákvæðum í 200.--202. gr., sbr. 8.--10. gr. frumvarpsins um kynferðislega áreitni, leiðir hins vegar að undir 209. gr. fellur nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, klúrt orðbragð í síma.“ Þetta bendir ótvírætt til þess að með lostugu athæfi sé átt við háttsemi af kynferðislegum toga sem er til þess fallin að veita þeim sem slíka háttsemi hefur í frammi einhverja kynferðislega fullnægju. Ekkert bendir til þess að svo hafi verið í tilfelli ákærða. Eru því ekki efni til að sakfella hann fyrir brot gegn nefndri 209. gr. almennra hegningarlaga."

Svo er spurningin um hvað er lostugt og hvað er klám, er það ekki endalaus umræða ?

En í mínum huga eru lögin greynilega meingölluð og ekki fyrsta málið að undanförnu sem fær mann til að efast um lögin sem dómararnir dæma eftir.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir að taka mynd af naktri konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Sæll vertu

Auðvitað er þessi fína mynd tekin í afmælinu hans Skúla

Aðalheiður Magnúsdóttir, 28.3.2007 kl. 15:43

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Þóttist þekkja húsakynni Hamars þarna

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.3.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband