Að kasta steinum úr glerhúsi

"Róm er borg sem býður alla gesti sína velkomna og ég tel að það sem birtist á vef Manchester United sé óheppilegt slys" segir Borgarstjórinn í Róm, hann Walter Veltroni. Hann er sennilega búinn að gleyma því hvernig Rómverjar buðu gesti sína velkomnar þegar Middlesbro spilaði þar á síðasta ári. Þrír voru gataðir með hnífum og fjölmargir aðrir slösuðust í átökum og ef þetta er að bjóða gesti velkomna þá er bleik brugðið.

Annars er ég að farast úr stressi fyrir þennann leik, og verður fróðlegt að sjá hvort "uppáhaldsleikmaðurinn" Wink minn hann Venni Rún spila 18. leikinn í röð í meistaradeildini án þess að skora ? - Hins vegar læðist að mér sá grunur að hann þaggi niður í mér með að setja eitt kvikyndi í leiknum og hann endi 1-1. Annars væri nú betra fyrir taugarnar í seinnileiknum að vinna útileikinn en sem betur fer er aldrei að vita hvernig þetta fer - því er fótbolti svona skemmtilegur eins og svo sem margar aðrar íþróttir !


mbl.is Borgarstjórinn í Róm óhress með Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú ef stressið er alveg að fara með þig getur þú bara gripið í skúringarkústinn :o)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband