Maðkur í mbl-mysuni

"Arsenal hafði gífurlega yfirburði í síðari hálfleiknum og þegar Adebayor skoraði sigurmarkið var það 12. marktilraun Arsenal í hálfleiknum gegn engri hjá Tottenham. En þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir leiktímann skoraði Jermaine Jenas jöfnunarmark Tottenham með glæsilegu skoti af 20 metra færi, 2:2." Er ekki alveg að fatta þessa frétt, fór leikurinn 2-2. Hvernig stendur þá á þessu ? að "Adebayor skoraði sigurmarkið " Telst kanski markið sem Jermaine Jenas skoraði "þegar þegar fjórar mínúturfram yfir leiktímann" ekki með og já af hverju var verið að spila áfram eftir að leiktíminn var liðinn ? Hélt að ég vissi margt og mikið um fótbolta en eftir þessa frétt er ég í vafa ... Mörgum spurningum ósvarað: -Hvernig getur leikur endað í jafntefli þegar annað liðið skorar sigurmark. -Af hverju mátti annað liðið spila ( það skoraði þá svo þeir hafa þá verið inná ) áfram eftir að leiktíma líkur. -Hvernig endaði leikurinn ?

 -- 22-04-07 Uppfærsla - sé að mbl.is hefur lagað fréttina hjá sér :-)

 


mbl.is Tottenham jafnaði gegn Arsenal á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er körfuboltaíþróttafréttamaður sem skrifar, kann engin skil á knattspyrnu eins og svo margir þessi ungu íþróttafréttamenn í dag, þeir þekkja bara auglýsingaíþróttina KÖRFUBOLTI :)

tbee

tryggvi (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:36

2 identicon

Það er vissulega ekki hægt að jafna leik þegar hitt liðið hefur nú þegar skorað sigurmark. Hinsvegar er hægt að skora mark eftir venjulega leiktíma. Þá er almennt talað um uppbótartíma eða "injury time".

Það gleymdist að minnast sérstaklega á uppbótartíma í fréttinni, en allir sem þessar reglur kunna hefðu þó án nokkurra erfiðleika áttað sig. Þannig að vonandi gat ég aðstoðað.

Kristófer K. (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband