Dómararnir hlýða Wenger
3.11.2007 | 23:36
Ekki nýr sannleikur að dómararnir þora ekki að dæma neitt á Arsenal og öll vafaatriði falla þeim í hag, alveg ótrúlegt tak sem Wenger hefur á þeim. Og þvílíkur skríll sem mætir á leikina, alveg ótrúlegt að hlusta á þá, kunna ekkert í mannasiðum. Meira að segja leikmennirnir eru þekktir fyrir að kasta pizzum og öðru lauslegu í mann og annann. Alveg ótrúlegt að þessu útlendingaliði skuli ekki bara vera bannað að spila í ensku deildini, réttast að senda þá bara til frakkalandsins eða eitthvað út í burskann.
-- rétt að geta þess að ég sá ekki þennan leik
Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 4.11.2007 kl. 10:20 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki í lagi heima hjá þér. Hvenær komstu aftur til landsins? Maður myndi helst halda að þú værir eitthvað skyldur vælukjóanum Ferguson. Hroki Ferguson ætti að tala um fyrra mark sinna manna, kolólöglegt. Brown braut á Hleb, þar ætti að hafa verið dæmt á hann og þar með hefði markið aldrei komið. Webb hefði t.d. átt að hafa spjaldað hinn grátsinnaða Anderson í eitt skiptið þegar að hann var að heimta spjald á Arsenal mann með tilheyrandi handapati, slapp þar billega.
Hugsaðu áður enn að þú sest fyrir framan tölvuna.
Magnús Magg (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 02:54
Þú hefur að sjálfsögðu sönnun fyrir þessum orðum um Wenger er það ekki? Ekki að ég sé að draga þessi ágætu orð í efa, alls ekki...
Finnst þetta bara frekar heimskuleg ummæli, sorry get ekki að því gert
Pælingar & Ég, 4.11.2007 kl. 03:09
Það eru tapsárir, rasista United menn eins og þú sem ætti að senda út í burskann.
Þvílíkur barnaskapaur í United mönnum og hrokinn sem drýpur af ykkur þessa dagana. Ykkur veitti ekki af góðun tapleik til að koma ykkur niður á jörðina aftur.
Jonni (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 09:13
Sönnunin er nú einföld, horfðu á leikina á heimavelli þeirra aldrei neitt dæmt að viti þar - orðið heimadómgæsla fær alveg nýja merkingu þar
Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.11.2007 kl. 10:22
Svona, svona, svona Rúnar minn! þetta var skemmtilegur leikur sanngjörn úrslit punktur. En undarlegt að heyra ManUtd-mann kvarta undan þessu, Ferguson er þekktur fyrir það að fá allt sem hann vill, svo þegar hann fær eitthvert mótlæti þá fer hann á límingunum. En umfram allt SANNGJÖRN úrslit.
Páll Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 11:40
Er búinn að vera skoða sum blogg hérna frá man utd strákum og elska heyra hvað þeir væla alltaf jafn mikið...
" Þeir eiga þetta stig ekkert skilið!"
" Dómararnir hlýða wenger" ( eitt heimskulegasta hingað til)
og fleira og fleira...
Þetta var sanngjarn leikur...!
Birgir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 14:01
Þetta var dómaraskandall frá upphafi til enda - að vísu sá ég ekki leikinn ........................
Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.11.2007 kl. 17:58
Jonni minn skrif þín dæma sig sjálf
Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.11.2007 kl. 18:47
Sást ekki leikinn - það er málið. Aftur á móti horfði ég hlutlausum augum á leikinn enda held ég með hvorugu liðinu og þess vegna get ég dæmt um þetta. Frábær leikur, góð skemmtun, góður dómari heilt fyrir og SANNGJÖRN úrslit. Allt annað tal um skandal og fleira er óábyrgt og ber vott um hlutdrægni, og hana nú
Það er ekki besta leiðin til að fá rétta mynd af gagni leiksins að skoða blogg stuðningsmanna. Lestu, hlustaðu á þá sem eru hlutlausir þá færðu rétta mynd af leiknum.
Páll Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 18:49
Ef þú finnur þennan hlutlausa um enska boltann þá væri gaman að sjá hann eða frétta af honum .... því hann er ekki til.
Skrif þín eru smituð af því að halda með "vitlausu" liði í Manchester og því ertu ekki hlutlaus
Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.11.2007 kl. 18:52
Maggi minn, ættir nú fyrst að læra að stilla tímann í tölvuni þinni
"Hroki Ferguson ætti að tala um fyrra mark sinna manna, kolólöglegt." Vissi ekki að hroki Ferguson gæti talað, talar hann ( hrokinn ) ensku eða skoskensku ?
Þú ert alveg eins og hinir hrokavælukjóandi Arsenal bullurnar - ég veit allt um hvað gerðist í leiknum Brown braut aldrei á Hlebbinu - sá það alveg sjálfur enda sá ég ekki leikinn
Rúnar Haukur Ingimarsson, 5.11.2007 kl. 09:41
Mér finnst stór undarlegt frá faglegu sjónarmiði að láta dómara dæma tvo leiki í röð hjá sama liðinu. Ég trúi því að auðveldara sé að dæma með þeim sem maður þekkir en gegn þeim og því hefði verið rétt að gefa Webb hvíld frá Arsenal.
Í leik Arsenal og Liverpool í seinustu viku leyfði hann mikið og lét leikinn hiklaust fljóta (á köflum um of). Fyrsta kortérið á laugardag var hann síflautandi (og spjaldandi!), einkum ef Arsenalmenn lágu í grasinu. Í leiknum á Anfield féllu vafaatriðin Liverpool í hag; á laugardag Arsenal. Það er alveg hægt að velta því upp að Arsenalmenn hafi ekki verið sáttir við dómgæsluna á Anfield, látið heyra í sér og Webb verið þess minnugur á laugardagsmorgun. Að minnsta kosti var það allt annar dómari sem steig inn á völlinn á Emirates en Anfield.
Fyrir mér var vendipunkturinn í dómgæslunni þegar Anderson tók til sinna ráða til að láta leikmenn Arsenal vita hvernig þeir væru að hegða sér og að dómgæsla Webb væri ólíðandi. Eftir það fannst mér hann í lagi - amk skárri.
Zunderman (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:10
Rúnar! ég er alltaf hlutlaus í enska boltanum, nema þegar mitt lið spilar þá er ég ekki hlutlaus það viðurkenni ég og skammast mín ekkert fyrir það.
Páll Jóhannesson, 5.11.2007 kl. 10:22
Eins og þú segir sjálfur, þá segir þetta allt sem segja þarf:
"Manchester United og Þór - segir allt sem segja þarf."
Það var líka gaman að sjá Gylfa Orra í gær taka undir með ÖLLUM öðrum en Man Utd mönnum að Arsenal átti að fá pjúra vítaspyrnu í leiknum. En auðvitað tók rauðnefnur ekkert eftir því.
Krummi (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:15
Nú ætla ég að hrauna yfir þessi bjálfaskrif þín. Þú segir að dómarar þora ekki að dæma neitt á Arsenal? Bíddu, ætla aðeins að spóla aftur í tímann. Arsenal eru ósigraðir í 49 leikjum, og Rooney lætur sig detta inn í teig. Hvað gerist? Mannstu það? Ég veit ekki hvort þú sért að grínast með þetta sorp sem þú varst að skrifa og ég ætla hreinlega bara að vona það svona þín vegna. En svo þegar ég las aðrar færslur eftir þig þá get ég ekki ímyndað mér annað en þér er full alvara með þín síðastfærðu skrif.
Hvaða "skríll" er þetta sem þú ert að tala um? Ertu að taka upp hanskann fyrir Ferguson af því að hann fór í fjölmiðla að kvarta yfr munnsöfnuði áhorfenda? Þvílíkt og annað eins grín. Hann er búinn að vera í þessum bransa í 20 ár, hvað var hann allt í einu að fá hreyrnina eða. Ég get alveg sagt þér það, meistaraskrifhaus, að Wenger fær að heyra það alveg jafn "vel" og Ferguson. "Skríllinn" eins og þú svo skemmtilega orðar það, á Old Trafford hefur m.a. samið söng um Wenger sem barnaníðing. Já, ég veit ógeðslega fyndið og allt það, en Wenger fer samt ekki að væla eins og lítil skólastelpa yfir því (og hann vælir nú frekar oft!).
"Alveg ótrúlegt að þessu útlendingaliði skuli ekki bara vera bannað að spila í ensku deildini, réttast að senda þá bara til frakkalandsins eða eitthvað út í burskann." Haha, þetta kemur náttúrulega bara frá hræddum litlum manni!
Daníel (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 21:41
Voðalega hafa margir hérna lítið hjarta og viðkvæma sál, rosalega fáir sem hafa lesið smáaletri - ég sá ekki leikinn svo ég get voðalítið tjáð mig um hann :-)
En best að ljóstra því upp núna áður en fleiri missa sig alveg að ætlunarverkið tókst - ná Arsenal bullum á flug með því að herma eftir þeirra eigin skrifum
Rúnar Haukur Ingimarsson, 5.11.2007 kl. 21:46
Okey en þú sást ekki leikinn, og getur því voða lítið tjáð þig um hann afhverju ertu þá að skrifa þetta. Og getur þú þá eitthvað sagt hvort að þetta hafi verið dómara skandall frá upphafi til enda.?
Sindri (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:27
Sindri einmitt rosa fáir sem hafa fattað það að ég sá ekki leikinn, margir að frösunum í þessu bloggi eru ættaðir frá Arsenal mönnum. Ákvað að prufa að snúa þeim við og sjá viðbrögðin og vá maður það virkaði :-)
Bætti svo við pizzu dæminu og fleira skemmtilegu
Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.11.2007 kl. 21:39
Það er nú bara verst að þjálfari UTD er sammála þér, þannig að hvernig á maður að taka einhverju svona sem gríni? Er Ferguson að grínast þá líka?
Til hamingju með að ná að hrista upp í einhverjum hérna svo einhver nenni að kommenta á bloggið þitt. Var það ekki bara aðaláætlunin? What a waste of life!
Svona eftir á, þá sé ég "smá" letrið þitt.
Gaman
Bæ
Daníel (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:52
En hvað segja menn um takmörkun útlendinga ? Viðbrögð Arsene Wenger voru fyrirsjáanleg þar sem hann þarf að leyta vel til að finna englandinga í hópnum hjá sér. En það er ekki hægt að setja svona reglu og gefa ekki langan aðlögunartíma þannig að Wenger ætti þá að fá tíma til að versla inn nokkra englendinga.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.11.2007 kl. 23:59
Viðbrögðin voru ekki bara fyrirsjáanleg, heldur rökrétt. Viðbrögð Fergusons voru hins vegar til skammar! Kenna dómaranum um, bölvandi áhorfendum, blablabla!
Arsenal þarf ekkert sérstakan aðlögunartíma fyrir þessa reglu. Það eru englendingar í Arsenal, held að þeir séu 6-7 og nánast allir á uppeldisstigi. Eitthvað annað en hinn "enski" Ferguson virðist vera að gera með sínar amerísku dollara. Hargreaves, Carrick, Rooney, Ferdinand. Eigum við að ræða fúlgurnar sem hafa farið í þessa fjóra? Segðu mér og svaraðu. Geta öll félög fengið til sín svona leikmenn? NEI. Þessi regla einfaldar bara allt fyrir United og gerir titilinn að formsatriði. Ferguson er búinn að byggja sér upp enskan kjarna og kemur svo með þennan stuðning út úr skápnum? Tilviljun eða?
Og eitt annað. Hvaða fjandans máli skiptir það okkur (íslendingum) hvort menn séu frá Malí, Kanada eða Englandi? Ef þessi regla verður sett þá dala gæðin heldur betur. Svo mikið að maður gæti alveg eins verið að horfa á Þór spila!
Danni (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:20
Já auðvitað hafa þessir menn kostað summur, enda þegar stórliðin fara að bera vírunar í leikmenn þá er verðið fljótt að stíga upp úr öllu sem sanngjarnt er... en hafðu ekki áhyggjur Arsenal á langt í land að komst í hóp stórliðana svo þið getið ennþá verslað leikmenn á slikk
Rúnar Haukur Ingimarsson, 12.11.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.