HSÍ - Brandarar
19.2.2008 | 19:07
Enn eru HSÍ menn og nefndir á þeirra frekar fyndnar...
Þetta virkar greinilega þannig hjá þeim að dómarar eru dómarar í eigin sök, því þeir ráku Andra útaf en svo þegar þeir fóru yfir þetta þá dæma þeir sem sagt að þeir hafi gert mistök - á ekki aganefnd eða eftirlitsdómari að dæma um þetta ekki dómararnir sjálfir ?
Auðvitað geta allir gert mistök, en af hverju þurfti þetta þá að fara til aganefndar ef þeir sáu að þeir gerðu mistök, auðvitað á eftirlitsdómari að gefa skýrslu um málið ekki dómararnir sjálfir, nema þeir séu beðnir um það af eftirlitsdómara eða félög mótmæli eða eða fari fram á endurskoðun á spjaldi eða atviki sem dómurum yfirsést.
Finnst mönnum svo skrítið að áhorf á handbolta sé að minka, HSI skiptir um mótaplan eins og aðrir um nærbuxur og menn vita varla hvernig mótið spilast nema vera leikmenn eða stjórnarmenn í deildunum, hinn almenni handboltaáhugamaður er alveg týndur.
Þarf að stokka HSI-ið upp og alla starfsemi þar, hvernig stendur líka á því að maður eins og Geir Sveins uppgötvar allt í einu eftir 4 daga viðræður við HSI að hann hafi ekki tíma til að vera landsliðsþjálfari ? sérstaklega þar sem rætt hefur verið um að starfið sé aðeins 50% starf.
Andri Berg fer ekki í leikbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður Rúnar.
Þegar ég var að lesa þessa bloggfærslu fór ég að hugsa um það hvenær ég hefði skrifað hana??
Það sem ég meina er að þetta er eins og talað út úr mínum munni, allt sem þú segir þarna.
Ég er mikill handboltaáhugamaður og það er alveg ljóst að það er eitthvað meira en lítið að í herbúðum HSÍ. Ef ekkert breytist deyr handbolti á Íslandi næstu 10-15 ár.
Pétur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.