Var formúla í dag ?

Alveg er formúlan að deyja drottni sínum síðan hún hvarf af Rúv, menn verða að átta sig á að magn klukkutíma í útsendingum og endurteknu efni er ekki alltaf af hinu góða. Það eru svo oft útsendingar ( beinar og endurtekningar ) og upphitanir og hvað þetta allt saman heitir að maður missir loksins af þegar kappaksturinn er. Hef miklar efasemdir um að það sé mikið áhorf á allar þessar útsendingar sem eru á Sýn eða Sport2 eins og hún heitir víst.
mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þetta er nákvæmlega það sem ég hugsaði í dag þegar ég rétt skipti á formúluna. Stöð2 gjörsamlega nauðgar því efni sem þeir eru með. Hvað eru þeir t.d. að gera við þáttinn sinn Bandið hans Bubba? Endursýningar, sérstakur þáttur um sigurvegarann og svona mætti telja endalaust. Þarna sannast hið fornkveðna, það er ekki sama magn og gæði.

Gísli Sigurðsson, 27.4.2008 kl. 17:00

2 identicon

Tjahhh, ég er nú búinn að bíða spenntur eftir þessari helgi eftir 3 vikna frí og búinn að horfa á allt efni sem hefur verið í boði.

Hermann (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband