Muna bara, það styttist í fyrsta tapleikinn eftir svona langa hrinu

Veit ekki hvort maður á að vera bjart eða svartsýnn fyrir leikinn í kvöld, spáði þegar 8 liða úrslitin voru ljós og hvernig liðin úr þeim myndu lenda saman að það yrðu Liverpool og United sem lékju til úrslita.

Ætla svo sem ekkert að breyta þeirri spá neitt en er svo sem ekkert landsfrægur fyrir mínar spár, þó svo að ég sé nú ekkert verri að spá í veðrið en snillingarnir í sjónvarpinu LoL klikka oft eins og þeir Wink

Vona að mínir menn hristi nú af sér varnarleiðindin sem þeir hafa spilað í síðustu 2 leikjum og aðeins uppskorið 1 stig þar - allit í lagi að spila aðeins varnarsinnað á útivelli en ekki pakka gjörsamlega í vörn eins og undanfarið. Liðið er sóknarlið með góða vörn en ekki öfugt !

En hvað er ég að röfla, gamli ( Ferguson ) er löng löngu búinn að sanna að hann kanna þetta allt saman betur en flestir ef ekki allir.

....................................................... en mér segir svo hugur að mínir menn gætu endað bikarlausir þetta tímabilið  Errm

Nei, hef ekkert flett því upp í Íslendingabók hvort við Ragnar Reykáss séum skildir Blush


mbl.is Alex Ferguson: Býst við opnum og spennandi leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Nú af hverju mátti það ekki gerast ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 29.4.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband