Nýjasta dellan

Já enn ein dellan hjá mér Smile

Myndavél - þeir sem hafa þekkt mig frá því að barnaskóla lauk vita svo sem að ljósmyndadellan hefur lengi blundað í mér. Hún byrjaði fyrst þegar ég fékk Canon AE-1 vélina um 14 ára aldurinn, síðan hefur dellan gengið svona upp og niður. Keypti fyrstu digital vélina um aldamótin en þar var svona point and shoot vél eins, svona ígildi Kodak Instamatic eða þannig Wink Það hafa nú verið teknar ansi margar myndir á hana og svo var nýrri og aðeins fullkomnari digital vél bætt í safnið en alvöruvél bættist á listann þegar ég fékk eina Canon 400D í afmælisgjöf í september síðastliðnum. 

Mikið er búið að mynda síðan og sumt er ég ánægður með en annað ekki eins og gengur, mest hef ég tekið af myndum af körfuboltaliði okkar Þórsara og svo á Rebekka annað sætið. Hún tekur sjálfsagt fyrsta sætið fljótlega enda körfuvertíðin búin.

Hef sett inn slatta af myndum af körfuboltaleikjum okkar á www.runing.com/karfan - þetta eru ekki unnar myndir og flestar nánast beint úr vélinni.

Eins og allir "alvöru" ljósmyndadellumenn setti ég upp Flickr síðu ( www.flickr.com/runarhi ) og hérna má sjá þær myndir sem eru flokkaðar mest interastingflick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já þær eru dásamlegt viðhald - þessar myndavélar. Fullt af flottum myndum hjá þér - enda greinilega vanur að munda þessar græjur.

Páll Jóhannesson, 3.5.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband