Eru erlendir námsmenn svona heimskir ?

Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að álíta að fólk sem langar að koma til íslands og læra hérna í okkar góðu háskólum sé svo heimskt að það geti ekki lært íslensku og stundað sitt nám á því tungumáli ?

Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki tala ensku, td námsmenn frá Frakklandi sem ekki tala ensku... 


mbl.is Kennslan alfarið á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég stunda nám á Ítalíu sem kennt er alfarið á ensku, með mér í skólanum er mikið af fólki frá frakklandi og ítalíu sem talar ensku mjög vel.

Og það er augljóst að fleiri kæmu til Íslands í háskólanám ef þau þyrftu ekki að byrja á því að læra íslensku.

Reynir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:10

2 identicon

Sammála Reyni

Ég er í háskólanámi úti í frönskumælandi hluta Sviss, sem einnig fer fram á ensku, og með mér í skólanum er fólk frá öllum heimshornum (Suður Kóreu, Hong Kong, Rússlandi, Svíþjóð, Ítalíu etc.). Ég hefði aldrei valið þetta nám hefði ég þurft að læra frönsku fyrst, svo ég tek undir með Reyni og segi að þetta eigi eftir laða erlent fólk til Íslands í háskólanám.  

Jóel (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Þetta er eitthvað sem háskólasamfélagið heldur að sé flott. Nóg fannst mér að hafa allar námsbækur á ensku þó ekki bætist við að kenna líka á ensku. En umræðan um þetta var mikil upp í HA. meðan ég var þar.

Kveðja

AM

Aðalheiður Magnúsdóttir, 9.6.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband