Bíð spenntur eftir viðbrögðum Íslensku olíufurstana
8.7.2008 | 22:49
En þar sem ég er nýkominn frá Þýskalandi þar sem Disel er ódýrari en bensin - af hverju er það ekki svipað hérna á skerinu ?
Er ríkið að leggja svona mikið meira á dísel hérna heim en gert er í Þýskalandi - eitthvað rámar mig í að stjórnvöld hérna heima hafi verið að hvetja fólk til að kaupa sparneytnari bíla og díselbílar eru það.
Gaman að keyra á hraðbrautum í Þýskalandi á 120-140 og bílinn var að eyða 4.5 lítra af dísel á hundraðið.
Veruleg lækkun á olíuverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú bara þannig að innkaupsverð á diesel er miklu hærra á en á bensíni. Álagning ríkisins er nánast sú sama hinsvegar eru olíufélögin að leggja ca 5kr meira á diesel en bensín.
http://fib.is/?ID=1951&adalmenu=13
Balsi (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:14
Þannig að þá eru þjóðverjar að niðurgreiða dísilinn þar sem hann er umhverfisvænni ?
Rúnar Haukur Ingimarsson, 8.7.2008 kl. 23:32
Það er líklega eitthvað í þá áttina.
Mér finnst líka algjör óþarfi hjá olíufélögunum að vera að auka þennan verð mun með því að leggja meira á lítrann af diesel.
Það eru samt skiptar skoðanir á því hvort hann sér umhverfisvænni, CO2 útblástur er t.d. meiri frá lítra af diesel en af bensíni. Hinsvegar eyða diesel bílar alltaf mun minna eldsneyti og menga því minna.
Balsi (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.