Klént ósköp klént
9.7.2008 | 08:24
Verð nú að lýsa yfir vonbrigðum með þessa lækkun, gengið búið að síga helling undanfarna 10 daga og heimsmarkaðsverð að lækka um nærri 10 dali. Þá bjóst maður við að sjá verðið hækka í það minnsta um 5 krónur, því hækkun á heimsmarkasverði um 2-3 dollara skilaði sér umsvifalaust í 2-3 króna hækkun hér heima. Fall krónunnar um 2-3% olli miklu fjaðrafoki hjá olíufélögunum og excel útreikningar þeirra sýndi að allt var að fara í voða hjá þeim því keypt er inn í dollurum og því varð að hækka verðið hér heima um 2-3 krónur. En núna virðist bera svo við að excel skili þeim bara um 3 krónum í lækkun þrátt fyrir að gengið hafi hækkað um ansi mörg % og heimsmarkaðsverðið lækkað um 9 dollara.
Er nema von að maður vorkenni þessum mönnum ?
Eldsneytisverð lækkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Nú er verið að velta kostnaðinum af skuldsettum yfirtökum á olíufélögunum út í verðlagið. Mig minnir af hafa sé viðtal við forstjóra N1 um daginn og þá sagði hann að félagið væri mjög vel fjármagnað, því skilur maður þetta ekki. Þeir eru væntanlega að bæta sér upp minni sölu á bensíni og olíu til að hafa upp í rekstaráætlanir sínar svo og mikinn fjarmagnskostnað, sem hefur aukist með minni sölu
Hlýri
Hlýri (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.