Ha - 50 millur

Mér dettur varla í hug að HSI hafi sent landsliðið á leikana án þess að eiga krónu fyrir því, en miðað við þær safnanir sem hafa verið í gangi þá læðist nú að manni sá grunur. Enda er sagan ekki hliðholl handknattleikssambandinu, man ekki öll þau skipti sem það hefur þurft að safna fyrir þá. Á meðan eru önnur sérsambönd að draga lið úr mótum vegna peningaskorts, þar eru menn að sýna ráðdeild en ekki eyða um efni fram. 

Finnst þetta skjóta svolítið skökku við, í raun verið að verðlauna HSI fyrir að veðja á árangur á leikunum skítt með þó að það kosti eitthvað því þeim verður reddað. Eiga hin sérsamböndin að gera slíkt hið sama ?

Þekki vel til í rekstri og peningaleysi hjá íþróttafélögum þar sem menn hafa verið að hætta að vera með rassvasabókhald og vinna hlutina af fagmennsku og halda sig við fjárhagsáætlanir og draga úr umsvifum þegar ekki eru til peningar. 

Þess vegna er ansi skrítið að menntamálaráðherra og um leið íþróttamálaráðherra klappi HSI á bakið fyrir þetta, svolítið röng skilaboð finnst mér.

En ekki misskilja mig, ég gleðst svo sannarlega yfir þessum árangri og strákarnir eiga allt gott skilið.


mbl.is HSÍ fær 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Ég óttast og Einar Þorv segir það beinum orðum að þetta gefi sambandinu tækifæri til að setja meira púður í útbreiðslustarfsemi hjá grasrótinni og þá er verið að mismuna íþróttagreinum. Mér finnst allt í lagi að greiða kostnaðinn við þetta og bara sanngjarnt eftir þessa frábæru frammistöðu, en ekki að veita þeim svona froskot á aðrar íþróttir. Það er einhver jafnræðisregla brotin þá finnst mér persónulega.

Karl Jónsson, 26.8.2008 kl. 15:26

2 identicon

Bull er þetta. Handboltinn er eina íþróttagreinin sem við getum eitthvað í á alþjóðavísu, þess vegna er ekki nema sjálfsagt að´styrkja þá íþróttagrein fram yfir aðrar. Fyrir nú utan þetta stóra afrek núna. Takk Þorgerður.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:03

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Þarna er klárlega verið að mismuna, það sjá allir. Það er ekki langt síðan td KKI varð að draga landslið úr keppnum vegna fjárskort. Hefði þá verið í lagi fyrir þá að senda liðin til keppni og treysta svo á að hægt væri að borga skuldirnar með söfnunum ( fleiri en ein í gangi til handa HSI ) og svo 50millum í viðbót ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 26.8.2008 kl. 18:09

4 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Barnaleg umræða finnst mér.  HSÍ á alveg rétt á því að fá fimmtíu milljónir í styrk.  Handboltinn á undir högg að sækja hér á landi og er einungis stundaður á Reykjavíkursvæðinu, Selfossi, Vestmannaeyjum og Akureyri.  Fleiri staðir hafa ekki meistaraflokkum á að skipa á landinu, þegar nánast fótbolti og Körfubolti eru stundaðir í öllum sveitarfélögum landsins.  Ég er alls ekki að segja að það eigi allir að stunda handbolta.  Ég er bara að benda á hvað handbolti er fámenn íþrótt hér á landi miðað við fótbolta og körfubolta.  Hér fyrir ofan var minnst á það að HSÍ væri að "eyða" peningum, og safna skuldum, með því að senda landslið til þátttöku á meðan KKÍ hefði dregið lið úr keppni vegna fjárskorts.  Mér finnst nefnilega alveg rétt að kosta svolitlu til að senda lið til keppni á eins mörgum mótum og unnt er, þannig búum við til afreksmenn, eins og karlalandsliðið í handbolta.  Árangur kostar peninga!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 26.8.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Barnaleg umræða - já gott og vel

Það er ekki langt síðan að mikil umræða var í þjófélaginu um að iþróttafélög væru að eyða og eyða og eftir stæðu skuldir. Þá kom ÍSI og hvatti félögin til að afla fyrst og eyða svo, það hefur HSI ekki tamið sér í gegnum árin og því gremst mönnum eðlilega að sjá þá "skorna úr snöruni" skipti eftir skipti. Landssafnanir og hvað þetta heitir nú allt saman, ekki hefur HSI sýnt ráðdeild og aflað fyrst áður en byrjað er að eyða. Jú vissulega er ekki mikill fyrirvari að komast oft á stórmót og vissulega kostar það allt peninga, en væri þá ekki nær að styrkja ÍSI meira þannig að HSÍ þurfi ekki að steypa sambandinu í skuldir og treysta á velvilja almennings eftirá ? 

Eða er það kanski bara stefnan að sérsamböndin eyði og eyði og treysti svo á að viðkomandi menntamálaráðherra og þá um leið íþróttamálaráðherra sé mikill áhugamaður um þá grein og fái ríkisstjórnina til að leysa fjárhagsvandann ? Ekki verra ef árangur næst og almenningur hleypur undir baggann með söfnunu.

 Kristján skrifar:

"Mér finnst nefnilega alveg rétt að kosta svolitlu til að senda lið til keppni á eins mörgum mótum og unnt er, þannig búum við til afreksmenn, eins og karlalandsliðið í handbolta.  Árangur kostar peninga! "

Þarna ertu að segja að það sé í raun í lagi að sérsamböndin eyðu um efni fram, hversu lengi helduru að rekstur td KKI sem nefnt hefur verið hérna gengi ef þeir spiluðu landsleiki á leiki ofan og borguðu ferðir landsliðsmanna á æfingar og skildu eftir margar milljónir í tap. Held að það yrði fljótt skellt í lás og sambandið gert gjaldþrota þegar lánadrottnar gengju eftir greiðslu sem eðlilegt er.

Það þarf að tryggja öllum sérsamböndum jafnan aðgang að fjármagni ekki svona eftirá greiðslur og þá í raun verið að verðlauna þá sem eyða fram yfir tekjur - svo einfalt er það og því er þetta mikið óréttlæti gagnavart hinum samböndunum.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 26.8.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

HSÍ hefur verið rekið af mikilli fagmennsku og ráðdeildarsemi undanfarin misseri. Fyrir um áratug síðan (kannski styttra síðan) var fjárhagur HSÍ í kaldakoli. Það hefur verið lagað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Kristján Eldjárn Þorgeirsson hittir raun á réttan punkt, ríkið þarf að auka styrki sína til íþróttamála, þá er hægt að senda lið erlendis og ná meiri árangri.

Ég veit t.d. að sænka körfuboltasambandið fær um 70% af tekjum sínum frá ríkinu, KKÍ er með 10 eða 20%. Við erum samt að tala um Svíarnir eru með miklu meira starf en KKÍ.

Rúnar Birgir Gíslason, 27.8.2008 kl. 07:52

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já - ég veit ekki hvort ég á að þora stökkva út í þessa laug...............................................? nei held ekki. Ræðum þetta í föstudagskaffinu

Páll Jóhannesson, 27.8.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband