Gjaldþrota flokkar

Sé ekki betur en flestir flokkarnir séu "tæknilega" gjaldþrota, og fólkið sem getur ekki stjórnað flokkunum betur er að sækjast eftir því að fá að stjórna landinu.

Kíkið á stöðu þeirra flokka sem nú eru við völd eru með eigið fé neikvætt um rúmar 25 milljónir.... já og þetta varð til í góðærinu - gott að þessir flokkar eru að sýna ráðdeild og lengja í snörunni sem þrengist um háls heimila landsmanna og ekkert bólar á blessaðri skjaldborg sem slá átti í kringum heimilin í landinu. Er ekki Samfó með slagorðið orð skulu standa .... best að þeir drífi þá í því að koma upp skjaldborg.


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flokkarnir gjaldþrota. Lýsandi fyrir ábyrgðarleysið, sem viðgengst í þingsölum. Það er eins og flest þingfólk (ekki allt) umhverfist og missi alla  almenna skynsemi og siðferðiskennd, þegar það stígur þarna inn fyrir dyr. Flottræfilshættinum og sýndarmennskunni eru engin takmörk sett. Ég óska eftir fleira fólki á þing, sem hefur að bera  heilbrigða skynsemi og einhvern snefil af mannkærleika. 

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband