KSI vill fjölga konunum
5.1.2007 | 16:53
Það læðist að mér sú hugsun hvað KSI hefði gert ef niðurstöður þeirra eigin dómstóls hefði staðið óbreyttur það er ÍR hefði verið dæmdur sigur í kærumálinu. Hefðu þeir komið með tillögu um að fjölga liðunum ?
Ekki gott að svara því en einhvernveginn held ég samt að þeir hefðu bara þumbast við og ekki gert neitt, á annars ágætum fundi sem Geir Þorsteinsson KSI-forkólfur var á í Hamri kom þessi uppástunga ( áður en niðurstaðar úr dómstóli ISI kom fram ) að fjölga bara liðunum og bæði Þór og ÍR yrðu uppi. Geir sagði að stjórn KSI hefði ekki komið saman til að fjalla um málið en einhvernveginn skildi ég hann þannig að honum fyndist sú niður staðar ekki líkleg að liðunum yrði fjölgað.
En vandamálin í kvennaboltanum eru ærin og hann má ekki við fleiri áföllum, hrikalegt að sjá mjög svo góðar stelpur vilja frekar sitja uppi í stúku og horfa á æfingafélaga sína spila leik eftir leik en vilja spila með uppeldisfélögunum sínum. Stóru liðin eru farnar að hafa samband við ansi ungar stelpur til að bjóða þeim samning og nefna það jafnframt að þær yrðu bara lánaðar aftur til uppeldisfélagsins - maður spyr sig bara til hvers ?
Það hlýtur að vera betra að spila leik eftir leik frekar en að sitja uppi í stúku og horfa á leik eftir leik ?
Stjórn KSÍ vill fjölga liðum í Landsbankadeild karla 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki málið að kenna þeim að hekla og prjóna svo þeim verði ekki kalt við að horfa á leik eftir leik
PJ
Páll Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.