Þetta er svo mikil snilld

Þetta er gargandi snilld eins og sagt er. Snilldin fellst í því að blessuð skjaldborgin um heimilin sem var boðuð af stjórnarliðum, hefur breyst í skuldafangelsi.

Eitt af merkustu verkum Árna Páls var að lengja í bílalánunum um 3 ár - kallað því flotta nafni greiðsluaðlögun ! Því hlýtur að vera mjög auðvelt fyrir okkur að skipta yfir í  vistvænni ökutæki ekki satt ? 

Sé það ekki alveg gerast að ég skipti í rafmagnsbíl fyrr en að 6-7 árum liðnum þegar ég er búinn að borga svona um 8-9 milljónir í viðbót við þær tæpu 2 sem ég hef þegar borgað af bílaláninu (tæpar 3 millur í upphafi) . Ef allt gengur upp samkvæmt greiðsluaðlögun Árna Páls þá tekur fjármögnunarfyrirtækið bílinn þá og því rafmagnsbíll næsti kostur - svo einfalt og gott Smile

En eigum við skuldarar landsins að láta traðka á okkur endalaust, hvar eru þeir sem stóðu fyrir öllum mótmælafundunum og létu sem hæst á Austuvelli ??


mbl.is Mengunarskattur á bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband