You are my Solskjaer, my Ole Solskjaer...

Ef að norski álfurinn er ekki að verða vinsælasti leikmaðurinn í sögu Manchester United þá veit ég ekki hvað. Að hugsa sér að hann hafi haldið með Liverpool ? - en hann þroskaðist fljótt Wink

Það er ekki laust við að það komi tár í augnkvarmana þegar maður horfir á hann skora, einhver ótrúleg nostalgía grípur um sig. Alveg gagnstætt við hrollin sem rennur niður bakið við að sjá Fat Scouser-inn spila leik eftir leik og geta ekki neitt.  Darren, vinur Hemma, Fletcher er bara eins og prófessor í knattspyrnufræðum við hliðina á Venna Rún, dagar hans í byrjunarliðinu hljóta að vera taldir. Að vísu er ég með þá kenningu að það sjé skortur á lausafjármunum á Old Trafford þessa dagana, og Ferguson sé einfaldlega að nota fyrirfram prentaða liðsuppstillngarformin með nafni Venna Rún á - verði bara að klára birgðirnar ? Það lítur allavegna þannig út fyrst við þurfum að fá lánaðan 35ára gamlan leikmann sem var nánast hættur í fótbolta en getum ekki keypt - eða hvað ??

Larson setti hann að vísu í bikar-leiknum  og virkaði nú mun betri en Venni Rún en það þarf ekki stórspilara til þessa að gera lítið úr litla Scousernum LoL


mbl.is Solskjær hetja Man.Utd.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Friðgeir Björnsson

Eigum við nú ekki að leyfa Venna að eiga eitt tímabil þar sem hann er bara þokkalega góður? Hef ekki nokkrar áhyggjur, hann er ekki verri en bekkmennirnir og þegar hann fer aftur í gang...    

Björn Friðgeir Björnsson, 7.1.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Sæll snillingur !

Gott ef einhverjir hafa þolinmæði í að leyfa Venna að hanga inná, ef hann héti nú til dæmis Siggi Stuð og hefði verið keyptur á 1/100 af aurunum sem Venni var keyptur á þá er ég viss um að allir væru brjálaði yfir að hafa hann í liðinu. Ok sættist á að gefa honum séns út janúar :-)

Rúnar Haukur Ingimarsson, 7.1.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband