Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Lánasjóður íslenskra námsmanna að skíta á sig ?

Er tölvukerfið hjá LÍN hrunið eða hvað er eiginlega í gangi ?

Fékk þann 21.03.2007 greiðsluseðil að upphæð 46720 sem er í sjálfu sér hið besta mál nema að GJALDDAGINN er 01.03.2007 og eindagi 05.03.2007 - Sem sagt  þá er eindagi á greiðsluseðlinum 15 dögum áður en blessaður seðillinn fer í póst ! ( póststimpillinn er 20.3.07 )

Svo dúkkar greiðsluseðillinn upp í heimabankanum hjá mér þann 19.03.2007 ef ég man rétt og daginn eftir eða þann 20.03.2007 borga ég greiðsluseðilinn í heimabankanum og þá eru komnir á hann dráttarvextir að upphæð 616 krónur.

Svo til að bíta höfuðið af skömmini fékk ég í morgun ítrekun frá þeim og þar stendur að greiðsluseðill frá 01.03.2007 sé ógreiddur, bréfið er dagsett 21. mars 2007 eða daginn eftir að þeir póstleggja greiðsluseðilinn til mín Smile

Á maður að hlæja eða gráta eða hvað ?

Eru fleiri sem hafa lent í sama klúðri hjá þeim ??


Heimskur heimskari heimskastur

Það er það skásta sem mér dettur í hug - loka svona menn inni, hleypa þeim út þegar það hafa orðið umferðarslys og hafa þá í miðri aðgerð. Fara kanski þá að hugsa sinn gang.
mbl.is Myndir af mótorhjóli á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fergie og F-orðin

Tek nú þessum fréttum af með smá varúð, eftir smá rannsóknarvinni á http://www.newsnow.co.uk þá kemst maður að því að þetta er ættað frá SUN Smile

En hins vegar vita flestir að Fergie er ekki með SKY stöðina ofarlega á vinsældalistanum og hefur held ég oftar en einu sinni sett þá í "verkfall" og ekki veitt þeim viðtöl.

 


mbl.is Ferguson hellti sér yfir fréttamann Sky Sports
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagurinn ónýtur

Andskotinn ! segi og skrifa Andskotinn.

Alveg búinn að fá nóg af þessu fjárans 365 fjölmiðladæmi sem kaupir allt og alla - andskotinn!

Svo segja nýjustu sögur að þeir ( 365 - eða hvað það heitir núna )  ætli með enska boltann á nýja sjónvarpsrás en ekki endurtek EKKI á SÝN - hvar endar þetta ? Ef ég þekki þá rétt þá sýna þeir slatta á nýju rásini og slatta á Sýn svo menn verða að vera áskrifendur á báðum, og hvernig ætla þeir að sýna alla leikina á sama tíma eins og Skjárinn hefur gert svo vel ?

Held að það styttist í að maður segi upp áskriftinni af Sýn og forði sér með símann og internetið frá Voðafón.

Svo er bara að skella sér á móttöku disk og vera sinn eiginn dagskrárstjóri fyrir svona ca sama pening og kostar að vera áskrifandi núna að Sýn.

Verst að enginn hefur grafið upp svipinn á einum lýsaranum á Sýn þegar hann sagði frá því með nánast með grátstafinn í kverkunum að Skjárinn gæti aldrei sinnt enska boltanum jafn vel og Sýn gerði og svo bísnaðist hann mikið yfir veðrinu sem Skjárinn greiddi fyrir samninginn. Skjárinn hefur sko staðið sig í að sýna leikina og nánast alla leiki.

Svo borgar Sýn núna margfalt meiri upphæð fyrir samninginn - greinilega búnir að gleyma því sem lýsarinn sagði að það væri alltof hátt verð sem Skjárinn borgaði Smile

 


mbl.is Sýn kaupir sýningarrétt á Formúlu 1 kappakstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing vegna yfirlýsingar vegna orða....

Hver er ekki búinn að fá sig fullsadda af þessu blessaða Baugsmáli og leikurunum í því ?

Það er alveg ljóst að það verður enginn dæmdur í því frekar en olíufurstarnir sem löbbuðu frá samráðinu sínu með bros á vör. Er nema von að almenningur í landinu sé búinn að missta tiltrúna á dómskerfinu. Harðsvíraðir barnanýðingar og nauðgarar fá smá skammir og stutta dóma en ef meðaljóninn svo mikið sem hrasar í útfyllingu á skattskýrslu eða öðrum hvítflibbaglæpum þá er sko hægt að dæma menn í háar sektir og fangelsi að auki.

Í máli olíufurstana þá hljóta stjórnir félagana að fara fram á að þeir endurgreiði hluta af þeim launum sem þeir hafa fengið, ofurlaun hafa þau stundum verið kölluð því þeir báru svo mikla ábyrgð sem auðvitað nær svo ekki lengra en að fá meira í launaumslagið.

Ísland = bananalýðveldi !

Held að það sé tími til kominn að sækja Davíð Oddsson í Seðlabankann og gera hann að einvaldi yfir Íslandi og koma smá skikk á málin hérna ... ef Davíð er of upptekinn þá skal ég taka það að mér fyrir smánarlaun svo sem helming af því sem bankastjórarnir fá Devil

 


mbl.is Hefur eftir Jóni Steinari að þrýst hafi verið á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff ekker smá kvikyndi þetta monster !

Ætli vegirnir sem voru eknir hafi þolað allan þennann þunga ? 160 tonn er alveg þokkalegt þó svo að það deilist niður á 13 hásingar. Efast um að vegir sé gerðir fyrir slíkann öxulþunga en er svo sem ekki sérfróður um það mál.


mbl.is 117 tonna ýta komin til Krísuvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er lag að lækka vexti

Ef það er svona lítill hluti af hagnaðinum sem kemur frá viðskiptum bankans við einstaklinga er þá ekki málið að lækka bara vextina. Hefur sáralítil áhrif á hagnað bankans og skiptir því litlu máli.

En svo er stóra spurningin eru ofurlaun þeirra forstjórabræðra reiknuð inn í þessar tölur ?


mbl.is Um 3% af hagnaði Kaupþings vegna viðskiptabankastarfsemi hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyr er gott

Gaman að heimurinn sé að fá að kynnast þessari frábæru vöru. Ég er alinn upp á mjókurvörum enda starfaði faðir minn sem mjókurfræðingur til fjölda ára, ég var líka svo lánsamur að byrja mína vinnu í Mjólkursamlagi KEA og vann þar í ein tíu ár með skólagöngu.  Fæ ennþá vatn í munninn af tilhugsun um vel kalda skyrmysu, besti drykkur sem ég hef smakkað, alveg ómenguð af aukaefnum.

Er líka þannig gerður að ef ég smakka ekki mjólkurvörur í einn til tvo sólarhringa þá fer maginn í mér á hvolf, hef mest rekið mig á það í ferðum erlendis. En í dag byrja ég að að finna búð þar sem hægt er að kaupa mjólkurvörur td jógúrt eða álíka og fæ mér alltaf svoleiðs á hverjum degi. Meira að segja vel kaldur Guinnes nær ekki að halda maganum í góðu standi, helst ef  maður bætir við ekta enskum morgunverði sem fyrsta mat og svo 1-2 ískaldir Guinnes þá er maður fínn en ein jógúrt gerir mann 100% - enda er mjólk góð.

Eini gallinn er kaninn eða aðrir útlendingar fara að fatta skyrið þá er ekki víst að við getum framleitt nóg handa öllum sem vilja, en það eru seinni tíma pælingar.


mbl.is Níu tonn af skyri til Bandaríkjanna í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotinn við sólarupprás

Er það ekki eina ráðið á svona vitleysinga ?

Sektir virðast ekki ver nægar, það er ekkert sem stoppar þessa ökunýðinga. Hugsa að ráðið væri að skilda þá í smá samfélagsvinnu....:

  • Vinna á slysadeild - fengju þá kanski smá nasaþef af því hvað umferðarslys eru.
  • Námskeið þar sem farið færi í afleiðingar glannaaksturs, janfvel vímuvarnarnámskeið í leiðini

 Þetta eru bara smá hugmyndir, en er ekki eitthvað svona sem dugar best, gera mönnum greyn fyrir hugsanlegum afleiðingum af svona vitleysingsakstri, ég vil meira að segja kalla þetta tilraun til manndráps/sjálfsmorðs. Það hlýtur að hrista aðeins upp í mönnum og hjálpa þeim til að átta sig á hlutunum.

Svo er löngu kominn tími til að setja upp æfingabrautir þar sem menn geta keyrt hratt á lokuðum brautum og fengið smá útrás á leikföngunum sínum. Eins hægt að nýta þessar brautir í ökukennslu, en það er ljóst að eitthvað þarf að gera því þetta er að verða daglegur viðburður að lesa fréttir af svona ofsaakstri.

 

 


mbl.is Veittu bifreið eftirför í tvær klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætt

Ofh hvað ég er ánægður yfir þessu, hef varla sofið af áhyggjum af henni Biddu ( Britney ). Vonandi fer nú að rætast úr öllu hjá henni, hárið að vaxa á ný og hamingjan að heimsækja hana.

En samt merkileg tilviljun að hitta á fólk úr tónlistargeiranum á meðferðarfundunumm, hélt að það væri afar sjaldgæft að það væri í meðferð við hinum og þessum kvillum Smile

 


mbl.is Britney ástfangin í meðferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband