Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

HSÍ - Brandarar

Enn eru HSÍ menn og nefndir á þeirra frekar fyndnar...

Þetta virkar greinilega þannig hjá þeim að dómarar eru dómarar í eigin sök, því þeir ráku Andra útaf en svo þegar þeir fóru yfir þetta þá dæma þeir sem sagt að þeir hafi gert mistök - á ekki aganefnd eða eftirlitsdómari að dæma um þetta ekki dómararnir sjálfir ?

Auðvitað geta allir gert mistök, en af hverju þurfti þetta þá að fara til aganefndar ef þeir sáu að þeir gerðu mistök, auðvitað á eftirlitsdómari að gefa skýrslu um málið ekki dómararnir sjálfir, nema þeir séu beðnir um það af eftirlitsdómara eða félög mótmæli eða eða fari fram á endurskoðun á spjaldi eða atviki sem dómurum yfirsést.

Finnst mönnum svo skrítið að áhorf á handbolta sé að minka, HSI skiptir um mótaplan eins og aðrir um nærbuxur og menn vita varla hvernig mótið spilast nema vera leikmenn eða stjórnarmenn í deildunum, hinn almenni handboltaáhugamaður er alveg týndur.

Þarf að stokka HSI-ið upp og alla starfsemi þar, hvernig stendur líka á því að maður eins og Geir Sveins uppgötvar allt í einu eftir 4 daga viðræður við HSI að hann hafi ekki tíma til að vera landsliðsþjálfari ? sérstaklega þar sem rætt hefur verið um að starfið sé aðeins 50% starf. 

 


mbl.is Andri Berg fer ekki í leikbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver hissa ?

Ekki ég en hefði ekki verið verið öðruvísi dæmt í þessu hefði þetta verið Nani sem hefði sparkað aftan í Gallasinn ?

Annars er þetta kanski ný lína sem dómararnir eru að setja þarna, allt í lagi að sparka aftan í leikmann þegar boltinn er víðsfjarri bara ef það er ekki "gróft brot". Verst að ég hef ekki séð neina fjölmiðlamenn spyrja Arsene Wenger út í þetta atriði með Gallas og sparkið, hann hefur nefnilega þann skemmtilega ókost fyrir framkvæmdastjóra kanttspyrnuliðs að vara alltaf að horfa á eitthvað annað og sér því aldrei þegar hans menn brjóta af sér. Maður skilur ekkert í kallinum að horfa ekkki á Arsenal því þegar þeir spila er yfirleitt skemmtilegt að horfa á liðin hans, en kanski kemur hann ekki auga á það ? LoL

 


mbl.is Gallas verður ekki refsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppni Chelsea heldur áfram

Alveg ótrúlegt hversu heppnir Chelsea menn eru fá hver neðrideildarliðið af fætur öðru í bikrnum meðan mínir menn eru búnir að dragast gegn úrvalsdeildarliðum í síðustu 11 leikjum.

 


mbl.is Hermann og félagar fara á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hlær best sem síðast hlær :-)

Stóð ekki steinn yfir steini hjá Arsenal í þessum leik, mættu einfaldlega mikið betra liði
mbl.is Gallas: Leikmenn United hrokafullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband