Afskiptasemi
30.3.2007 | 14:04
Hvað næst ?
Held að Victoría megi alveg flagga því sem hún vill, án þess að einhver misvitur siðgæðispostuli fari nú að skipta sér af. Ef ekki þá fer að vera vandlifað í heimi hér, geta þessir blessuðu ritstjórar ekki horft á eitthvað annað en brjóstin á henni ?
![]() |
Viktoría beðin um að nota brjóstahaldara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf bestir/efstir/flottastir
30.3.2007 | 10:54
Hvað annað ? - Meira að segja amerísku snillingunum kenndum við Glazier hefur ekki ennþá tekist að klúðra málunum, en samt aldrei að afskrifa þá.
Er ekkert inní þessu nýjasta tískudæmi það er fjármálageiranum, þekki ekki vexti af öðru en því sem ég þarf að borga í vexti,dráttavexti og hvað þetta heitir allt saman og því finnst mér svolítið skrítið að Glazier feðgarnir séu að græða á dæminu enda steyptu þeir sér í ótrúlega miklar skuldir til að eignast félagið. Kanski vextirnir nái að bíta í afturendann á þeim nema það séu hagstæðari vextir í Englandi er hérna uppi á Ísalandinu ?
![]() |
Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Speki Sparky's
29.3.2007 | 23:03
![]() |
Hughes spáir Man.Utd. titlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot
28.3.2007 | 16:17
Getur skotið kallinn, er hefur að mér finnst átt í vandræmum með að hitta markið !
Svolítið kaldhæðnislegt að meistarinn í því að skjóta í annann leikmann og þaðan í markið skuli hafa verið skotinn í kaf og það af Venna Rún - en auðvitað á maður ekki að hlægja að óförum annara.
![]() |
Lampard ekki með vegna úlnliðsbrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jahérna - allt má
28.3.2007 | 15:32
Maður er nú bara hálfundrandi, en sennilega má þetta ef tilgangur er ekki lostugur eins og segir í dómsorði:
"Brot ákærða er talið varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að mati dómsins er óumdeilt að háttsemi ákærða var til þess fallin að særa blygðunarsemi Y. Til þess að unnt sé að sakfella ákærða fyrir brot á nefndri 209. gr. þarf háttsemin að vera lostug af hans hálfu. Í greinargerð með frumvarpi til breytingar á almennum hegningarlögum sem varð að lögum nr. 40/1992 segir svo m.a. svo: ,,Af nýjum sérákvæðum í 200.--202. gr., sbr. 8.--10. gr. frumvarpsins um kynferðislega áreitni, leiðir hins vegar að undir 209. gr. fellur nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, klúrt orðbragð í síma. Þetta bendir ótvírætt til þess að með lostugu athæfi sé átt við háttsemi af kynferðislegum toga sem er til þess fallin að veita þeim sem slíka háttsemi hefur í frammi einhverja kynferðislega fullnægju. Ekkert bendir til þess að svo hafi verið í tilfelli ákærða. Eru því ekki efni til að sakfella hann fyrir brot gegn nefndri 209. gr. almennra hegningarlaga."
Svo er spurningin um hvað er lostugt og hvað er klám, er það ekki endalaus umræða ?
En í mínum huga eru lögin greynilega meingölluð og ekki fyrsta málið að undanförnu sem fær mann til að efast um lögin sem dómararnir dæma eftir.
![]() |
Sýknaður af ákæru fyrir að taka mynd af naktri konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hverju var nú um að kenna ?
27.3.2007 | 23:01
Var :
- brjálað veður
- fljúgandi hálka
- ofsaakstur
- nagladekk
- ekki nagladekk
- ölvun
- bara einbreiður vegur
- bara tvíbreiður vegur
- tveir + einn vegur
- svifryk
Eða hvað olli þessum árekstri ?
Skildi þó aldrei vera að eitthvað af þessum umferðaróhöppum sé okkur ökumönnum að kenna ?
![]() |
Engan sakaði í fjögurra bíla árekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins
27.3.2007 | 15:43
Já loksins.
Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi, held að flestir sem starfa í íþróttahreyfingunni fagni þessu heilshugar og þó við mest sem búum ekki á suðvesturhorninu.
Ferðakostnaður er þarna talinn vera um 500 milljónir, ekki veit ég hvernig þessar tölur eru fengnar en hitt veit ég að til dæmis mitt íþróttafélag er að ferðast á algörlega óviðunnandi hátt. Körfuknattleiksdeildinn er að keyra í alla útileiki og spilar tvo leiki í hverri ferð ( nema á Egilsstaði ) og húka í litlum 12-14 manna kálfum. Það er ljóst að ekki fer vel um fullvaxna körfuknattleiksmenn í svona farartækjum en þetta verða menn að láta sér nægja. Að sjálfsögðu kemur svona ferðalag niður á árangri þó svo að við getum lítið kvartað enda unnum við alla leikina í deildini. En gaman verður ef hægt verður að ferðast á almennilegann máta það er fljúga í leikina.
Er þeirrar skoðunar að þetta sé það sem bjargi íþróttahreyfinguni frá því að vera bara iðkuð sem keppnisíþrótt á suðvesturhorninu.
![]() |
90 milljónir settar í ferðasjóð íþróttafélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á hvernig dekkum voru þeir sem lentu útaf ?
27.3.2007 | 13:35
Kanski nagladekkin hefðu bjargað - eða hvað ?
![]() |
Tafir og umferðaróhöpp einkenndu umferðina í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Að sofa hjá er þreytandi
27.3.2007 | 11:38
Loksins kominn staðfesting á því sem marga hefur grunað, það er þreytandi fyrir karlmenn að sofa hjá. Áður en menn fara í "Smáralindarbæklingsöfgaumræðustellingar" þá er þetta ekki klámfengin færsla.
Það eru vísindamenn í Austurríki sem komust að þessari niðurstöðu með rannsóknum á 8 pörum og svefnvenjum þeirra og svo voru þau sett í próf eftir nætursvefninn. Niðurstaðan var sú að karlpeningurinn var þreyttari eftir að sofa við hlið makans en hressari eftir að sofa einir, eins stóðu þeir sig betur í prófunum eftir að sofa einir.
Nú fer að vera spurning að fara að leggja sig bara í fiskaherberginu ?
Ef menn vilja fræðast nánar um þessa könnun þá er frétt á visi.is um hana http://www.visir.is/article/20070327/FRETTIR02/70327020
Lánasjóður íslenskra námsmanna að skíta á sig ?
23.3.2007 | 13:14
Er tölvukerfið hjá LÍN hrunið eða hvað er eiginlega í gangi ?
Fékk þann 21.03.2007 greiðsluseðil að upphæð 46720 sem er í sjálfu sér hið besta mál nema að GJALDDAGINN er 01.03.2007 og eindagi 05.03.2007 - Sem sagt þá er eindagi á greiðsluseðlinum 15 dögum áður en blessaður seðillinn fer í póst ! ( póststimpillinn er 20.3.07 )
Svo dúkkar greiðsluseðillinn upp í heimabankanum hjá mér þann 19.03.2007 ef ég man rétt og daginn eftir eða þann 20.03.2007 borga ég greiðsluseðilinn í heimabankanum og þá eru komnir á hann dráttarvextir að upphæð 616 krónur.
Svo til að bíta höfuðið af skömmini fékk ég í morgun ítrekun frá þeim og þar stendur að greiðsluseðill frá 01.03.2007 sé ógreiddur, bréfið er dagsett 21. mars 2007 eða daginn eftir að þeir póstleggja greiðsluseðilinn til mín
Á maður að hlæja eða gráta eða hvað ?
Eru fleiri sem hafa lent í sama klúðri hjá þeim ??