Ronaldo = priceless
16.2.2007 | 20:46
Jamm er það ekki - er hægt að setja svona verðmiða á svona snilling ?
45 milljónir punda ... hvað er það eiginlega mikið - maður kann ekki á svona stórar tölur enda yfirdrátturinn ekki, sem betur fer, mældur í milljónum..... ennþá !
45 milljónir fyrir 22 ára leikmann sem þegar er orðinn einn af þeim bestu í heiminum er ekki mikill peningur miðað við hvað Chel$ea borgaði fyrir 30 ára gamlan leikmann Andriy Shevchenko. Tel því ekki 45 milljónir nein risatilboð, vona að Glazer fjölskyldan beri gæfu til að horfa fram á veginn en ekki láta hugsanlegann stundargróða villa sér sýn.
![]() |
Alex Ferguson: Eigendurnir selja ekki Ronaldo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjuurrrrtt
15.2.2007 | 22:39
![]() |
Deco vill fá Ronaldo til Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland á klámkortið
15.2.2007 | 21:46
Það hlaut að koma að því að Ísland kæmist á kortið þar eins og annarstaðar. Verða ábyggilega margir sem horfa hýru ( eða óhýru ) auga til Hótel Sögu meðan á þinginu stendur, enda ekki oft sem von er á kvikmyndastjörnum þar. Svo er bara spurning um hversu vel landinn er að sér í að þekkja stjörnurnar, eða verða menn í vandræðum með að kannast við þær í fötunum ?
En stóra spurningin er mun Kristján Porno Dog heiti ég Ólafsson verða fundarstjóri á þinginu ?
![]() |
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 16.2.2007 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjartagalli ?
15.2.2007 | 17:49
Ramos systurnar tvær hafa nú látist á innan við hálfu ári, ekki þekki ég nú til þeirra. En manni dettur í hug hvort einhver hafi pælt í því að kanski sér hjartagalli hjá þeim fyrst álitið er að þær hafi báðar fengið hjartaáfall ?
En svo eru líka "vinsæl" megrunar efni sem fólk er að troða í sig sem eru stórhættuleg og geta, eftir því sem sagt hefur verið, valdið hjartaáfalli. En ekki taka það sem ég sé að verja of grannar fyrirsætur, réttnefni á þær er herðatré. Skil ekki þessa tískuáráttu að hafa svona ofurgrannar fyrirsætur/herðatré því oft á tíðum lufsast fötin bara utaná þeim og tilsýndar líta þær stundum út eins og þær séu í kartöflupokum eða álíka.
Ekki það að ég sé nein tískulögga sko - vil nú bara mínar jogging buxur og íþróttabol !
![]() |
Átján ára fyrirsæta lést í Úrúgvæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lufsuleg Britney Spears
15.2.2007 | 11:15
Æi greyið allt á móti henni núna, komin með stimpilinn "óvirðuleg ímynd" og þýðir það ekki fallandi stjarna ?
Hún verður að fara að hyjsa upp um sig brækurnar, eða í það minnsta fara að ganga í slíkum. En það hlítur að vera mikil höfnun að fá ekki handtösku hannaða af Lydiu Hears, þetta er ekki gott mál.
En svo er hin hliðin á málinu sko, þetta er allt úr lausu lofti gripið - nema hvað ?
![]() |
Óvirðuleg ímynd kostar Britney handtösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Beckham að sigra heiminn ?
15.2.2007 | 09:08
Margir íþróttafréttamenn og bloggarar, héldu því fram að ferill Beckham væri á enda, nánast hættur að komast í liðið hjá Real Madrid, dottinn út úr enska landsliðinu og svo til að kóróna þetta allt samann var hann á leiðini til USA að spila.
En Beckham sannaði að hann á sér ennþá líf í boltanum, hann var dreginn í lið Real eftir háðuleg töp undanfarið og skoraði á þann hátt sem hann er hvað frægastur fyrir beint úr aukaspyrnu. Svo er McClaren búinn að opna dyrnar aftur, en spurningin er sú hvort Becks hafi nokkuð tíma í að spila með landsliðinu. Nóg að gera í því að vingast við fræga fólkið í Hollywood, og bara tímaspursmál hvenær hann fetar í fótspor snillingsins Eiríks Kantóna og leiki í kvikmyndum.
![]() |
Beckham aftur í enska landsliðið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefnigjarnir and..otar
15.2.2007 | 08:27
Það hefur lengi loðað við íþróttir, og þá sérstaklega þessa sem hefur oft verið kölluð snerting án íþróttar eða klísturbolti af gárungunum, að menn bíði færis á að hefna sín.
Ég hef heyrt nokkrar góðar sögur af fyrstu hendi af svona viðskiptum og þar á meðal ein sem viðkomandi leikmaður beið í heil fimm ár eftir því að geta hefnt sín á leikmanni. Sá hafði ferið heldur ílla með hann og næst þegar þeir mættust ( 5 árum síðar ) rétti minn maður út olnbogann þegar gerandinn hljóp meðfram vörnini og hljóp hann svo á útréttann olnbogann og lá óvígur eftir.
En langrækir fundust mér þýskararnir á HM að baula á Loga það sem eftir var keppninar, en ansi fannst mér samt flott hjá honum að standa á góflinu í leiknum á móti þeim og njóta baulsins.
![]() |
Zeitz hefndi sín á Loga Geirssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afhommun
14.2.2007 | 09:39
Spurning hvernig þessi snillingur yrði eftir vel heppaða ( er það til ) afhommun.
Held að svona tilþrif ættu dómarar hér á landi að taka upp, yrði ábyggilega til að auka aðsókn á fótboltaleiki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvö ár fyrir kinnhest
14.2.2007 | 06:29
Kall kvölin, tveggja ára fangelsi fyrir kinnhest, er þetta ekki lengra en barnaníðingar fá í dóm á Íslandi ?
Er von að menn hafi efasemdir um dómskerfið hérna á landinu.
![]() |
Omar Sharif þarf að fara á námskeið í því að hemja skapið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
LA - ferskastir og flottastir
13.2.2007 | 19:04
Held að það sé hægt að halda því fram að undanfarin ár hafi Leikfélag Akureyrar skotist á toppinn í leikhúsheiminum. Frábært starf sem Magnús Geir hefur unnið að undaförnu sem sést best á vinsældum sýningana. Hef sjálfur farið með fjögura ára dóttir mína á Karius og Baktus og svo á sunnudaginn fórum við að sjá Skoppu og Skrítlu.
Verkefnavalið er mjög gott og úrvalið hjá LA og reyndar almennt hérna í Eyjafirðinum er búið að vera frábært, Kardimommubærinn og Ávaxtakarfan eru sýningar sem litla skvísan hefur séð á síðustu 2 árum. Ég held að ég hafi séð eina sýningu fram að fermingu og það var Dýrin í Hálsaskógi og hefur það ekki skilað sér í miklum leikhúsáhuga hjá mér. Hins vegar er litla prinsessan á heimilinu æst í að fara í leikhús og er svo um ansi marga á svipuðu reki og hún. Það er því verið að "ala" upp kynslóð sem hefur vanist því að fara í leikhúsið og mun hún væntanlega halda því áfram svo framarlega að menn missi sig ekki í of listrænum sýningum á kostnað nýrra og forvitnilegra sýninga eins og LA hefur verið að bjóða uppá.
Vona að Magnús Geir og starfsfólk LA haldi áfram á sömu braut - aldrei að vita nema maður hrífist betur með og drífi sig á sýningu sem er ekki miðuð við yngstu aldurshópana.
![]() |
LA endurnýjar samning við Magnús Geir Þórðarson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |