Loksins loksins eitthvað vitrænt
24.11.2008 | 20:05
Já það er ennþá von að það leynist dugandi fólk sem hugsar fram á veginn í stað þess að reyna að þyrla upp ryki svo ekki sé hægt að rekja slóðir þess í átt að spillingunni.
En held samt að fyrr frjósi í helvíti en að þessi tillaga nái fram að ganga.
Vilja kyrrsetja eignir bankastjórnenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já önnum kafinn við að slökka eldana sem ríksstjórnir síðustu ára hafa átt þátt í að kveikja
24.11.2008 | 15:02
Auðvitað er hann ásamt hinum stjórnarliðunum á fullu við að moka skítinn á okkar kostnað.
Ég vil eftirfarandi hluti ásamt að ég held miklum meirihluta þjóðarinnar:
- Burt með núverandi stjórnvöld - þjóðstjórn og kosningar í vor
- Burt með æðstu stjórnendur í seðlabankanum og bankastjórana alla þar
- Burt með æðstu stjórnendur bankana og bankastjórana þar
- Burt með æðstu stjórnendur í Fjármálaeftirlitinu
- Fá fagfólk og bestu sérfræðinga til að aðstoða þjóðstjórn við skipulagningu björgunaraðgerðanna - ekki fá þá sem kveiktu eldana til að slökkva þá.
Önnum kafin við björgunarstörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara 3 leikja bann ?
18.11.2008 | 18:02
Finnst þetta svolítið skrítið að hann fái þetta stutta bann, held að flestum sé í fersku minni bannið sem Cantona fékk fyrir að sparka í áhorfanda hérna á síðustu öld. Held að það hafi verið einir átta eða níu mánuðir, auðvitað er alvarlegra að sparka eða slá í áhorfanda en þarna hefði Drogba samt hæglega getað stórslasað áhorfanda á auga sem dæmi með því að kasta pening upp í áhorfendasvæðið.
Svo fær Fergie kallinn tveggja leikja bann fyrir að hrauna yfir dómarann í leiknum á móti Hull, er þá eins leiksbann munur á að hrauna og hugsanlega skaða áhorfanda fyrir lífstíð ?
Þetta er bara hlægilegt og ekki í fyrsta skipti sem enska KSI-ið er í tómu tjóni
Drogba fékk þriggja leikja bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afsögn
17.11.2008 | 17:45
. ( púnktur )
Þarf eitthvað að ræða þetta meira ?
Vissi ekki af hlut ráðuneytisstjóra í Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.11.2008 kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þá ekki málið að drífa sig í ESB ?
16.11.2008 | 23:05
Skilaboðin voru skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúgun og þangað ætla menn
16.11.2008 | 21:06
Eru menn ennþá á því að okkur sé best borgið innan um vini okkar í ESB ?
Hvað sagði Össu um að bretar kæmu og færu í stríðsleik hérna - á ekki það sama við um "vini" okkar í ESB ? Ísland mun aldrei verða annan en gólftuska þar
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varpa athygli frá sér
8.11.2008 | 14:08
Best að koma með bombertur til að varpa athyglinni frá fjárglæpamennsku sinni - svona menn á bara að loka inni þar að segja þegar búið er að þjónýta eigur þeirra.
En greinilegt að hann er ekki að sjá að hann hafi gert neitt rangt sjálfur, reka svona fólk úr landi ... kannski til Bretlands bara ?
Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ja hérna
12.10.2008 | 18:23
Besti vinur aðals, sem sumir hafa kallað mér réttu fjárglæframenn, ætlar nú að hugga okkur sauðsvartann almúgann sem þarf að borga allar ferðirnar sem hann fór með þeim til útlanda.
Best væri nú að hann sæi sóma sinn í að stíga af stalli eins og reyndar fleiri. En hann fær í það minnsta ekki að koma inn í mitt fyrirtæki.
Forsetinn hvetur til samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað þýðir að láta í T ?
25.9.2008 | 15:27
Tek eftir því að forsvarsmaður Pix-mynda sem breytti neikvæðu samningagerðinni að sænskri fyrirmynd hefur látið Reykjavíkurborg í té myndir eða eins og segir í fréttinni:
"Hann bætti því við að hann hefði látið Reykjavíkurborg í té myndir af öllum börnum í þeim skólum á höfuðborgarsvæðinu sem hann hefur myndað í til að nota í nýju tölvukerfi sem tekið hefur verið upp í skólamötuneytunum og segir hann að það samstarf hafi gefist vel. "
Ætli þetta þýði þá að hann hafi gefið borginni þetta ? - eða var neikvæð samningagerð notuð ?? Finnst vanta svolítið í þessa frétt, þetta er nánast eins og fréttatilkynning frá viðkomandi fyrirtæki.
Sátt náðist í Pix-myndamálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úbs var klukkaður
23.9.2008 | 23:50
Pétur Guðjóns - sá mikli snillingur og gamall vinur af rúntinum í denn - klukkaði mig og það dugar ekkert að skorast undan. Sérstaklega þar sem hann er svolítið klikk, heldur með KA og Liverpool
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Ekki fjölbreitt störf sem ég hef unnið - man eftir tveimur
- Vinnsla mjólkur hét það á launaseðli ef ég man rétt 10 sumur í mjólkursamlaginu
- Tölvuþjónusta - úff ætli það séu ekki komin ein 18 ár ef ekki meir
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Æi var nú betri í bíómyndunum, er í grúbbu á andlitsbókinni sem heitir "Ég borga ekki 1050 kr í bíó!," - segir kannski eitthvað um álit mitt á bíóferðum. Þessar tvær efstu eru bestu bíómyndirnar sem ég hef horft á og hinar komu fyrst upp í hugann yfir þær sem ég hef hvað mest grenjað af hlátri yfir
- Dead Ringers
- The Last Wave
- The Naked Gun - fyrsta myndin
- I'm Gonna Git You Sucka
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Er náttlega Akureyringur og alltaf búið þar nema þegar ég fór í útlegð suður í skóla. Bjó þar á nokkrum stöðum - Hraunbænum, Háleitisbraut, Súlunesi, Rekagranda. Listinn hérna er í tímaröð
- Lyngholt - Akureyri
- Stórholt - Akureyri
- Hraunbær - Reykjavík
- Fagrasíða - Akureyri, núverandi heimili
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Æi - er voðalítill sjónvarpsáhorfari - íþróttir eru það eina sem dregur mig af sjónvarpinu - set bara það nýjasta sem ég hef eitthvað horft á - engin sérstök röð á þessu
- Vincent
- Svartir englar
- Útsvar
- Breskir sakamálaþættir á RUV
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
Tek útlandavinkilinn á þetta
- Manchester Englandi
- Þýskaland
- Spánn
- Danmörk
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
- thorsport.is
- Karfan.is
- ljosmyndakeppni.is
- mbl.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
- Lambakjöt
- Ora fiskibollur úr dós
- Skyr
- Season all fiskrétturinn
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Úff - segi og skrifa ....................
- Windows server 2008 ca 1500 blaðsíður - glugga ansi oft í hana en aldrei lesið spjaldanna á milli
- Veiðiflugur Íslands
- og 4. ýmsar ljósmyndabækur
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Þessir herramenn sem ég ætla að klukka tengjast allir körfubolta á einn eða annan hátt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Gunnar Freyr Steinsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Hannes Jónsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)