Færsluflokkur: Vefurinn

Vinnerar og lúserar

Þá er það komið á tært hverjir eru vinnerar og lúserar í kosningunum. Samt læðist að mér sá grunur að margir lúserar hafi unnið stóran varnarsigur eða hvað þetta heitir allt saman. Sumir hærri en í skoðanakönnun sem 600manns tóku þátt í og ansi margir tóku ekki afstöðu. Alltaf gaman að heyra afsakanir - enginn sem þorir að segja "Andskotinn við drullu töpuðum"

Lúserar:

  1. Framsókn -6%
  2. Samfylking -4,2 %

 

Vinnerar:

  1. Vinstri Grænir +5,5%
  2. Sjálfstæðisflokkurinn + 2,9%

 

Aðrir stóðu í stað eða komust ekki á blað, einfalt ekki satt ?

 


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verður númer x ?

Nú styttist í innlit númer 30.000 á rausið mitt, gaman ef viðkomand skrifar athugasemd hérna eða skilur eftir innlitakvitt eða hvað það heitir eitt nýjasta orðið í blogheimum.

Annars smá kvart, sé að þegar maður skrifar færslu þá er komin villuleit sem er bara hið besta mál en hins vegar er tengill hérna fyrir neðan gluggann sem færslan er skrifuð í. Ekki smella á tengilinn fyrr en þið hafið vistað færsluna :-) 


Tölvur og nýting vinnutíma

Gaman að lesa þessa frétt og einnig að velta því fyrir sér hvað margir bloggfélagar eru að blogga í vinnutímanum. Þessi tala kemur mér ekkert á óvart og gæti trúað að sumir eyddu meira en 10% vinnutímans í "óþarfa" í tölvuni þá er ég að tala um:

  • Svara og skrifa einkatölvupóst
  • Vafram um netið ótengt vinnu, td lesa það sem er bloggað á mbl.is
  • Svo leyfa mörg fyrirtæki ennþá að starfsólk sé að nota msn-spjallforrit

Gæti trúað að margir færu yfir þessi 10% en svo er líka hægt að nota td tímann þegar síminn er notaður í að vafra um netið og lesa bloggið, en það er að vísu ekki á færi allra að gera tvo hluti í einu. Oft hefur maður lent í því að viðmælandi þagnar allt í einu og á línuni heyrist músarklikk og þá spyr maður stundum ertu að lesa moggann, oft er svarið já.  Sérstaklega á þetta við um karlkynið enda sagt um okkur að við getum ekki gert tvennt í einu  Smile


mbl.is 10% vinnudagsins fer í að svara símtölum og vinnupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningaplokk í heimabanka

Margir hafa heyrt sögur frá árdögum tölvutækninar þegar menn í bandaríkjunum sendur út gíróseðla og án þess að nokkur þjónusta lægi að baki. Núna virðast Íslendingar vera farinir að stunda þennann ósið og senda mönnum greiðsluseðla í heimabanka án þess að nokkur vara eða þjónusta liggi að baki. Nú eru margir með þjónustufulltrúa í bankanum sínum sem sér um að greiða alla reikninga og því hægara um vik en að svona reikningar séu greiddir. Ég hef sjálfur fengið svona reikninga frá góðgerðarstofnunum án þess að ég hafi nokkuð falast eftir að styrkja viðkomandi samtök og ljóst að þau verða ekki styrkt af mér í framtíðini.

Bendi fólki á að skoða vandlega hvaða reikningar koma fram í heimabönkum þess, nóg er um að menn geri bindisamninga við fyrirtæki til 12 mánaða í sambandi við alls konar áskrift td af sjónvarpsstöðvum og svo er bindinginn bara í aðra áttina og seljandanum heimilt að hækka áskriftargjaldið nánast að geðþótta en viðskiptavinurinn situr uppi með að borga í 12 mánuði.


mbl.is Greiðsluseðlar sendir í heimabankann án þess að vara sé pöntuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ansk... jákvæðni

er þetta hjá meðbloggurum, ég get bara ekkert fundið neitt jákvætt við tapið í gær, við vorum svo nálægt því að sigra. Það er fátt ömurlegra en að tapa fyrir norðurlandaþjóðum, og sérstaklega Dönum.

Ég er hins vegar sammála þeim sem eru að hrósa strákunum okkar - já þeir eru það vonandi ennþá hjá öllum. Þeir stóðu sig rosalega vel en ég veit að það slær ekkert á gremjuna með tapið hjá þeim. Snorri Steinn orðaði þetta best í einhverju viðtalinu að það skipti engu máli þó að hann hafi átt stórleik, þeir hefðu samt tapað.

Vona samt að þegar lengra líður frá þá lagist þetta því einhver sagði einhverntímann að tíminn lækni öll sár.


Alvarlegt mál

Ef þetta er satt að myndbirtingarnar sem voru niðurstaða "perraveiða" tveggja einstaklinga eru að hluta til falsaðar er það mjög alvarlegt mál. Vonandi kemur niðurstaða í þetta mál hið fyrsta, og aðrir hugsanlegir perraveiðarar hugsi sig aðeins um eins og lögregla hefur farið fram á. Þetta mál er án efa vandmeðfarið og ef ég tók rétt eftir þá má lögreglan ekki beita tálbeitum til að leita uppi hugsanlega kynferðisafbrotamenn gegn börnum. Þessir aðilar sem Kompás fletti ofanaf hafa í raun ekkert rangt gert í tilliti lagana, en sýnt einbeittan brotavilja eins og það er kallað.

Held að við foreldrar ættum að snúa okkur að því að fræða börnin okkar um rétta notkun á netinu, og brýna það fyrir þeim að hleypa ekki hverjum sem er að sem "kontöktum" í msn-spjallforritinu. Leggja blátt bann við því að þau hitti einhvern sem þau hafa kynnst á netinu nema undir eftirliti og með leyfi foreldra. Foreldrar verða líka að takmarka notkun barna á netinu og þann tíma sem þau eyða í tölvu, orð Íþróttaálfsins í Latabæ eiga hérna við.

 

 


mbl.is Hefur kært myndbirtingar á netinu til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árásir á netið

Þetta er því miður byrjað, "gömlu góðu" vírusunum hefur fækkað, frekar sjaldgæft að sjá vírusa sem smitast með tölvupósti. Núna eru MSN og heimasíðuvírusar algengari, fólk þarf að vara sig á að svara "auglýsingum" sem koma oft á vafasamar síður. Þar er oft verið að segja að þú hafi unnið hitt og þetta eða þá að vélin þín sé sýkt af spyware eða slíku. Þá freistast fólk oft til að smella og hlaða þá óafvitandi niður einhverjum óþverra sem svo opnar fyrir ennþá meiri ófögnuð og venjulegar vírusvarnir eru varnarlausar gengn því.

Því miður verður tölvuheimurinn alltaf flóknari og erfiðara fyrir "venjulega notendur" að verjast og kunna á hætturnar.


mbl.is Tölvuþrjótar taldir munu einbeita sér að netinu í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband