Færsluflokkur: Dægurmál

Von á pening ?

Ætli við viðskiptavinir bankana eigum ekki von á glaðning í formi lækkaðrar vaxta og þjónustugjalda ? Eða skildu peningarnir rata frekar þangað þar sem meiri peningar eru - ekki þangað sem skuldirnar eru ?
mbl.is Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 163,7 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnumótmælendur

Atvinnumótmælendur hafa lengi verið til, sérstaklega í Bandaríkjunum. Þar hafa atvinnulausir verið til í að ganga með kröfuspjöld dag eftir dag og kalla slagorð fyrir nokkra dollara á dag. Þeir taka bara það sem að þeim er rétt og mótmæla eins lengi og þeir nenna og telja að hæfilegt sé fyrir dollarana sem þeir fengu.


mbl.is Þýskir mótmælendur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka hækka samráð

Hvaða orð passar ekki við Olíufélögin eða svörtu mafíuna ? Júbb mikið rétt lækka er lykilorðið þarna. Virðist sem það sé tregðuvandamál þegar olíuverðið hríð lækkar erlendis en þá er sennilega bara enginn hjá þeim sem fylgist með. En ef verðið hækkar smá erlendis þá frétta þeir það um leið og náttlega hækkar verðið hérna strax. Bíð spenntur eftir því að Atlantsolia opni hérna í bænum og þá færi ég viðskiptin þanga, held að það ættu fleiri að gera. En við erum einhvern vegin svo vön að vera eins og lúbarðir hundar, bara brosum út í annað og bjóðum hinn vangann. Langlundargeðið er mikið og menn fljótir að gleyma - Allir til Atlantsoliu og sjáum hvort það opnist ekki fyrir fréttir af lækkunum erlendis til svörtu mafíunar.
mbl.is Ekki líkur á lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatn jafn hættulegt og M&M ?

Muna ekki allir þegar M&M varð stórhættulegt því ef þú borðaðir svo sem heilt baðkar í nokkur ár af einum lit af M&M þá voru auknar lýkur á því að þú fengir krabbamein. Því var snarlega kippt í liðinn og bara bannað að nota þetta litarefni, því megum við sennilega eiga von á því að vatn verði bannað fljótlega. Í það minnsta verða örugglega settar leiðbeiningar á öll blöndunartæki í USA sem vara fólk við því að drekka tugi lítra af vatni :-)
mbl.is Kona lést af völdum vatnsdrykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknileg mistök ?

Ljóst að þarna hafa átt sér stað stór tæknileg mistök sem er svo sem svolítið dularfullt þar sem það virðist ekki hafa skort á því að tæki og tól hafi verið keypt.  Níu gemmsar á 10 mánuðum, það hefur sennilega gleymst að segja Byrgismönnum að það er hægt að hlaða símana aftur, þetta gadget sem maður styngur í rafmagn og svo í símann - það er til að hlaða þá aftur !

Annars er þetta grátlegur lestur og ljóst að ekki bara forstöðumenn og forsvarsmenn Byrgisins sem þurfa að svara áleitnum spurningum heldur endurskoðendur og þeir "kerfiskallar" sem áttu að fylgjast með rekstrinum. Verst er ef þetta dregur úr tiltrú almennings á fjársöfnunum og góðgerðarstarfsemi og menn setji samasem merki þar á milli og peningaóráðssíu.


mbl.is Ríkisendurskoðun vill lögreglurannsókn á rekstri Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að flækja málið

Rosalega kemur þetta eitthvað ekki á óvart, sýnist á öllu að innlendir lögfræðingar hafi horft of mikið á ameríska lögfræði þætti í sjónvarpinu. Eru í það minnsta búnir að læra það helsta svo sem að flækja málið alveg út í eitt og helst koma í vef fyrir að það komist nokkurntímann í málsmeðferð/dóm.

Þetta hefur best sést á svokölluðu Baugsmáli sem er orðin þvílíka flækjan og ef best af öllu eru fréttir um að saksóknarar "máttu" ekki að því virðist hafa þá skoðun að sakborningar væru sekir. Ég segi nú fyrir mig að ég vona bara innilega að saksóknarar séu með það á tæru hvort þeir sem þeir eru að sækja til saka séu sekir - ekki bara kanski eða vonandi.

En núna virðist allt snúast um formlegheit, og útúrsnúninga, eitthvað sé óskýrt og ég veit ekki hvað og hvað...... í þessu máli er kristaltært held ég hjá 99,x % þjóðarinnar að Olíufélögin eru sek um samráð - og hverjir stjórna þeim og þar af leiðandi bera ábyrgð ??

... þá spyr maður sig hvað er málið - dæma þá strax !


mbl.is Fara fram á að ákæru verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband