Vatn jafn hættulegt og M&M ?

Muna ekki allir þegar M&M varð stórhættulegt því ef þú borðaðir svo sem heilt baðkar í nokkur ár af einum lit af M&M þá voru auknar lýkur á því að þú fengir krabbamein. Því var snarlega kippt í liðinn og bara bannað að nota þetta litarefni, því megum við sennilega eiga von á því að vatn verði bannað fljótlega. Í það minnsta verða örugglega settar leiðbeiningar á öll blöndunartæki í USA sem vara fólk við því að drekka tugi lítra af vatni :-)
mbl.is Kona lést af völdum vatnsdrykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir mig á að einu sinni gerði Lyfjastofnun (náttúrulega í algjörri lögleysu) upptækt efni til blöndunar íþróttadrykks, sem ég keypti á netinu.  Röksemdin var sú að um of mikið af B12 vítamíni (sem er vatnsleysanlegt vítamín) væri að ræða pr. uppgefna skammtastærð.    Þá var mér einnig sagt af starfsmanni þessarar ríkisstofnunar að allt sem hefði áhrif á lílamsstarfsemi væri flokkað sem lyf af þeirra hálfu...   Nú er spurning hvort Lyfjastofnun fari ekki að auka eftirlit með vatnsneyslu....

Sigurður (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband