Færsluflokkur: Enski boltinn

Ótrúlegur Ronaldo

Spilar 34 leiki í ensku deildinni og skorar í þeim 31 mörk (breytt 13:37 )   - þokkalegt bara ! 

Annars lítur tölfræði hans fyrir tímabilið svona út - tekið af soccernet 

2007/08 Statistics
TEAMCOMPETITIONGSSBGASHSGFCFSYCRC
Man UtdUEFA Champions League100715115153720
Man UtdPremier League313317181109118251
Man UtdEnglish FA Cup30301861900
PortugalInternational Friendly1000000000
2007/08 Season Totals4534162501302712871

 Glossary
GS: Games started, SB: Used as Substitute, G: Goals, A: Assists, SH: Shots, SG: Shots on goal, YC: Yellow Cards, RC: Red Cards, FC: Fouls Commited, FS: Fouls Suffered, SV: Saves, OF: Offsides, W: Wins, D: Draws, L: Losses


mbl.is Torres setti met en Ronaldo markakóngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ryan Giggs, 10 Englandsmeistarartitlar - 758 leikir

Vá hvað það var ljúft að sjá Giggsy skora síðaramarkið og gulltryggja þetta - how fitting eins og tjallinn segir.

Óska öllum United mönnum til hamingju Wink


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatur Bolton á Manchester United

Það þarf ekkert að efast um hatur Bolton aðdáenda á Manchester United - hatrið og rígurinn er mikið meiri en á milli liðana sem kenna sig við Manchester borg. Ég hef sjálfur upplifað þetta hatur þegar ég sótti leik með Bolton og menn komust að því að ég var stuðningsmaður Manchester United.  Frægir eru líka "árekstrar" á milli stuðningsmanna liðanna á árum áður, svo ákveðinn kjarni stuðningsmanna Bolton alltaf að herma eftir flugvélum á leikjum liðanna. Þar eru þeir að ýfa upp sárin eftir flugslysið og synga jafnframt niðrandi söngva um þá sem létust.

Svolítið skrítið að Ferguson hafi ekki svarað þessu sálfræði stríði Chelsea manna fyrir lokaumferðina með því að benda á þetta og það fyrr. Kanski er það merki um að hann treysti Bolton mönnum fullkomlega til að mótivera sýna menn á venjulegan hátt fyrir leikinn á móti Chelsea ? Eða kannski sörnum sé farið að förlast í sálfræðihernaðinum ??


mbl.is Ferguson: Það talar enginn um Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræði hernaður

Þetta er gott dæmi um sálfræðihernaðinn sem er í gangi Chelsea menn komu þessu í gang til að peppa Wigan menn áfram. Fá þá til að sanna að þeir séu ekki að "gefa" United neitt þar sem leikurinn skiptir þá í raun engu máli þannig séð sloppnir við fall. Vonast Chelsea menn til þess að þetta skapi pressu á þá til að leggja sig enn meira fram til að vinna leikinn á móti United.

Verður fróðlegt að sjá, man ekki eftir að neitt lið hafi viljandi tapað fyrir öðru, þó svo að sögur séu um að lið á Ítalíu og annarstaðar hafi gert það til að hafa áhrif á getraunir og veðmál. 


mbl.is Wigan: Ekkert samsæri í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf á toppnum

Erum bara alltaf á toppnum Wink

Bestir, stærstir, vinsælastir, sigursælastir á öldinni og lengi mætti telja - en nægir það til að ná í þessa tvo bikara sem við eigum möguleika á Woundering


mbl.is Man Utd verðmætasta knattspyrnulið heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel við hæfi

... að hægláti snillingurinn frá Manchester tryggði liðinu sæti í úrslitum. Scholes hefur sig ekki mikið í frammi í fjölmiðlum og til margra ára var hann ekki með skósamning, vill helst ekki vera í sviðsljósinu nema rétt þessar 90 mínútur sem leikurinn tekur.

Hann er hins vegar mjög virkur í góðgerðarmálum og á eflaust met í heimsóknum á sjúkrastofnanir í Manchester, en aldrei eru blaðaljósmyndarar eða myndatökumenn sjónvarpsstöðvana þar. Scholes leggur alltaf áherslu að það viti engin af því að hann sé að koma og vill fá næði til að vinna sín verk utan sviðsljós fjölmiðlana. 


mbl.is Scholes skaut Man Utd til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Muna bara, það styttist í fyrsta tapleikinn eftir svona langa hrinu

Veit ekki hvort maður á að vera bjart eða svartsýnn fyrir leikinn í kvöld, spáði þegar 8 liða úrslitin voru ljós og hvernig liðin úr þeim myndu lenda saman að það yrðu Liverpool og United sem lékju til úrslita.

Ætla svo sem ekkert að breyta þeirri spá neitt en er svo sem ekkert landsfrægur fyrir mínar spár, þó svo að ég sé nú ekkert verri að spá í veðrið en snillingarnir í sjónvarpinu LoL klikka oft eins og þeir Wink

Vona að mínir menn hristi nú af sér varnarleiðindin sem þeir hafa spilað í síðustu 2 leikjum og aðeins uppskorið 1 stig þar - allit í lagi að spila aðeins varnarsinnað á útivelli en ekki pakka gjörsamlega í vörn eins og undanfarið. Liðið er sóknarlið með góða vörn en ekki öfugt !

En hvað er ég að röfla, gamli ( Ferguson ) er löng löngu búinn að sanna að hann kanna þetta allt saman betur en flestir ef ekki allir.

....................................................... en mér segir svo hugur að mínir menn gætu endað bikarlausir þetta tímabilið  Errm

Nei, hef ekkert flett því upp í Íslendingabók hvort við Ragnar Reykáss séum skildir Blush


mbl.is Alex Ferguson: Býst við opnum og spennandi leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað - eru menn sáttir við að komst ekki á pall ?

Hefur nú ekki verið vinsælt í íþróttasöguni að komst næstum því á pallinn, hefur fram að þessu verið talið eftirsóknarverðara að komst í eitt af fyrstu þremur sætunum. En auðvitað meiga Liverpool menn vera sáttir við þetta, telst gott á þeim bænum Wink
mbl.is Liverpool öruggt með fjórða sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarsinnaðir ?

Hvað er gamli snillingurinn, Ferguson að pæla ? Erum farin að spila meira varnarsinnað en Liverpúl - varnarleikur dauðans í síðustu 2 leikjum og Boring Boring United á svo sannarlega við.

Vonandi koma menn úr skotgröfunum í seinnihálfleik og fara aðeins að sækja enda ekki ásættanlegt að tapa fyrir Chelsea - eða eru áherslurnar eitthvað að breytast á Old Trafford ?


mbl.is Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boring boring United

svei mér þá ef mínir menn voru bara ekki eins og Liverpúl á "leiðinlegum" degi, arfaleiðinlegur bolti og maður var í vandræðum með að halda sér vakandi, slík voru leiðindin.

Ef þetta er það sem þarf til að ná árangri í þessari blessaðri meistaradeild þá það, get þá með góðri samvisku farið að segja upp áskriftini að sýn nei þarna sport eitthvað stöð númer hvað ......


mbl.is Ronaldo: Skora bara í Manchester í staðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband