Færsluflokkur: Enski boltinn

Úff - hefðum við þá ekki unnið..

.. ef liðið hefði spilað eins og meistarar ?

En víti og ekki víti, maður hefur oft séð dæmd víti á eins og 2-4 atvik í þessum leik en að sleppa því þegar maður ver með hönunum í teig er ótrúlegt .... já og þá er ég ekki að meina magnaðar vörslur hjá meistara Brad Friedel sem er oftar en ekki besti maður vallarins þegar hann spilar á móti United. 

Yfirburðir já - 13 skot á markið og 10 sem hitta ramman þeir eiga 4 skot á markið og 3 hitta ramman - stundum duga svona yfirburðir til að vinna leik en þegar Venni vinur minn kemst í dauðafæri þá er maður nánast öruggur að hann skorar ekki Wink

 

 


mbl.is Ferguson: Lékum eins og meistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræði ?

Totti meiddur og sá ekki betur en einir 4 leikmenn United séu tæpir, er ekki bara sálfræðistríðið fyrir leikinn að hefjast. Vona bara að allir sleppi heilir frá leiknum jafnt áhorfendur sem leikmenn, en eins og flestir vita hafa orðið ólæti fyrir síðustu leiki þessara liða. Ólæti þessi eiga ekkert skilt við fótbolta en því miður virðist lögreglan á Ítalíu ekki ráða við æsta aðdáendur hvað þá þegar bullur koma af stað ólátum með skipulögðum hætti.
mbl.is Totti ekki með gegn Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venni skorar á Old Trafford...

Efast nú samt um að það verði til sölu bolur fyrir næsta heimaleik þar sem stendur I saw Shrek score at OT, svipað og var gert um árið þegar markamaskína sem keypt var frá Nottingham Forest náði loksins eftir mikin þurrk að skora Wink

En ef ég man rétt þá er þetta fyrsta mark kappans á Old Trafford síðan í október Blush

{Edit} Fyrsta markið í Premier Leage síðan 27. október þegar hann skoraði í 4-1 sigri á Middlesbrogh


mbl.is Manchester United vann öruggan sigur á Aston Villa, 4:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullið

„Ferguson er klókur og með mikla reynslu og þetta hefur hann oft leikið. En satt best að segja veit ég ekki hvað var að hugsa með þessu. Ef það þarf að vernda Ronaldo þá þarf líka að vernda Torres og Gerrard í mínu liði og alla snjalla leikmenn í deildinni,“ segir Benítez, sem hefur aldrei fagnað sigri á Old Trafford.

Get nú ekki annað en brosað út í annað að sjá þessa setningu, hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið í hug að bera saman Ronaldo og Gerrard ? - auðvitað er Gerrard frábær leikmaður en hæfileikar hans með boltann og taka menn á er svona svipað og hjá Beckham, gæðin liggja ekki í léttleika. Torres er hins vegar leikmaður sem er flinkari með boltann og gæti því verið meira takmark hjá "tæklurum".

Til að stoppa Gerrard þarf bara að standa "kjurr" Smile og láta hann hlaupa á sig þegar hann setur undir sig hausinn og ætlar að komast áfram sjálfur með boltann. Vona bara að hann reyni það mikið í komandi leik, frekar en nota sendingahæfileikana eða skjóta á markið.

En hvað segja menn með tæklinguna hjá Cole í leiknum á móti Tottenham, var hún eitthvað skárri en tæklingin hjá Taylor á Eduardo, nema að Cole hitti ekki ( sem betur fer ) löppina á leikmanninum. Auðvitað átti það að vera beint rautt og ef menn vilja losna við svona tæklingar þá má hugsa sér leikbann í kjölfarið en auðvitað er slíkt vandmeðfarið. 

Misræmi á milli dómara í svipuðum atvikum og hvernig þeir taka á þeim er það sem pirrar mig mest í fótboltanum, það er svo augljós munur á milli dómara  oft á tíðum. Hver hefur ekki séð ótalmörg dæmi þar sem ekki er flautað nákvæmlega eins á brot eftir því hvort það er inni í vítateig eða úti á miðjum velli.

Held að það væri gott fyrir dómara að koma saman og horfa á upptökur á leik og ræða saman hvernig dómgæslan hafi verið og hvernig eigi að taka á brotum/atvikum í leiknum og horfa á hlutina út frá því ekki einhver tilmæli um að nú skuli taka hart á tæklingum, skriðtæklingum, tæklingum aftanfrá eða hvaða tilmæli hafa komið undanfarin ár. Sumir dómarar fara einfaldlega af límingunum yfir atriðum sem falla undir tilmælin meðan aðrir á stundum virðast huga ég læt sko ekki skipa mér fyrir hvernig ég dæmi og sleppa þeim atriðum frekar.

Megi besta liðið vinna ensku deildina Wink


mbl.is Taugastríðið hafið fyrir leik United og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll gæðin skila þeim á toppinn

í það minnsta tímabundið
mbl.is Manchester United á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir að hjálpa Liverfúl

Enda veitir ekki af - þeir hefðu aldrei getað unnið Ítalina með fullskipa lið
mbl.is Torres skaut Liverpool í 8 liða úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver hissa ?

Ekki ég en hefði ekki verið verið öðruvísi dæmt í þessu hefði þetta verið Nani sem hefði sparkað aftan í Gallasinn ?

Annars er þetta kanski ný lína sem dómararnir eru að setja þarna, allt í lagi að sparka aftan í leikmann þegar boltinn er víðsfjarri bara ef það er ekki "gróft brot". Verst að ég hef ekki séð neina fjölmiðlamenn spyrja Arsene Wenger út í þetta atriði með Gallas og sparkið, hann hefur nefnilega þann skemmtilega ókost fyrir framkvæmdastjóra kanttspyrnuliðs að vara alltaf að horfa á eitthvað annað og sér því aldrei þegar hans menn brjóta af sér. Maður skilur ekkert í kallinum að horfa ekkki á Arsenal því þegar þeir spila er yfirleitt skemmtilegt að horfa á liðin hans, en kanski kemur hann ekki auga á það ? LoL

 


mbl.is Gallas verður ekki refsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppni Chelsea heldur áfram

Alveg ótrúlegt hversu heppnir Chelsea menn eru fá hver neðrideildarliðið af fætur öðru í bikrnum meðan mínir menn eru búnir að dragast gegn úrvalsdeildarliðum í síðustu 11 leikjum.

 


mbl.is Hermann og félagar fara á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hlær best sem síðast hlær :-)

Stóð ekki steinn yfir steini hjá Arsenal í þessum leik, mættu einfaldlega mikið betra liði
mbl.is Gallas: Leikmenn United hrokafullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erann ekki í lagi ?

"Já, ég var mjög undrandi og velti stöðunni vandlega fyrir mér. En eftir miklar vangaveltur komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri farsælast að einbeita sér að því að vinna hvern einasta leik, og ræða síðan við eigendurna um þennan misskilning."

Úff - hvað þurfti hann marga mánuði til að komast að þessari niðurstöðu ?? farsælla að einbeita sér að vinna leiki .... hef ekki séð þetta á ensku en ef rétt er þýtt þá eru þessi ummæli frekara skondin og hljóta að komast á topp10 listann LoL


mbl.is Benítez: Hefði getað hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband