Fréttamat RUV

Sat spenntur áðan og horfði á helgarsportið á RUV, jú það kom langt innslag um 3ja flokk karla hjá FH í handbolta. Golf þar sem inntakið var að allir þeir bestu væru að taka þátt í PGA í USA og því bara einhverjir lélegir eftir í evrópuröðini en samt var það nægilega fréttnæmt til að gera ágætlega langt innslag. Jú formúla náði inn, þar var markverðast að sjá fyrrum snilling hjá McLaren Kimi renna sé á skíðum ...........................

OK nenni ekki að telja upp meira en það koma EKKI innslag frá stjörnuleikjunum í körfubolta sem voru háðir í gær. Eins og þeir sem vita um hvað karfa snýst þá er þetta algjör sýning og veisla fyrir áhugamenn um íþróttir. Nei frekar skal hafa viðtal við gutta í 3. flokki og sýna Kimi á skíðum Angry

En þeir sem vilja geta séð leikina á KFI.is undir KFI-TV þeir stóðu sig betur en RÚV, já og Sýn og Skjásportið sem gerðu í brækurnar í þetta sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband