Jaxlinn brotinn

Jæja það kom að því að við Robbie eigum eitthvað sameiginlegt, báðir hafa fótbrotnað í fótbolta. Ekki að það ég hafi verið að bíða neitt eftir þessu, en svona harðjaxlar eru nú líklegri til að fótbrotna en aðrir. Þetta er mikill missir fyrir Blackburn því Robbie er lykilmaður í liðinu og stórt skarð höggvið í þeirra raðir.

Robbie hefur verið að landakortinu hjá mér lengi eða síðan hann spratt fram á sjónarsviðið með Class of "92 genginu á Old Trafford, þeim Giggs, Butt, Scholes, Neville bræðrum og svo einhverjum Beckham sem engin man eftir Smile 

Þessi hópur hefur náð ansi langt í boltanum og ótrúlegt að svona hópur komi fram aftur á sjónasviðið, en aldrei skal skrifa aldrei !


mbl.is Savage fótbrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Alveg er ég hissa á þér að leggja þennan hrotta í hóp afburða knattspyrnumanna eins og Giggs, Scholes og Beckham.  Slík samlíking á ekki rétt ár sér og síðast af öllu flokkast Savage til harðjaxla.  Það er mikill munur á alvöru harðjöxlum eins og Roy Keane og mönnum sem stunda fantabrögð í því skyni að æsa andstæðinginn upp.  Sennilega hefur hann aldrei heyrt um "Fair play" og Mark Huges síðasti maður til að uppljóstra því leyndarmáli við hann.

Sveinn Ingi Lýðsson, 24.1.2007 kl. 12:40

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Minni bara á að Robbie hefur fengið eitt rautt spjald í deildini síðan 2001 á sama tíma hafa td Heiðar Helguson fengð 3 ?

ÉG skil ekki hvernig þú færð það út að ég sé að líkja knattspyrnuhæfileikum Robbie við Giggs þeir voru í sama liði

Rúnar Haukur Ingimarsson, 24.1.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband