Já vaxandi vandamál

Það er ekki spurning að tölvufíkn er vaxandi vandamál, hvort sem hún tengist leikjum eða internetinu og spjallforritum.

Það eru ansi margir sem eyða alltof miklum tíma fyrir framan tölvuna í notkun á spjallforritum, halda að þeir séu að missa af einhverju ef þeir eru ekki "online". Fara svo varla út úr húsi til að hitta vinina en eiga nánast öll samskipti við þá á netinu. Öfgarnar eru svo miklar og auðvelt að hrífast með enda er þetta tiltölulega nýtt og spennandi form á samskiptum. En vonandi sjá flestir aðsér og nota þetta í hófi, því það er bara viðkomandi einstaklingur sem stjórnar því hvað hann er lengi fyrir framan tölvuna. Foreldrar geta auðvitað takmarkað notkun barna og unglinga á tölvu og netinu og borgar sig að gera það strax svo ekki verði um árekstra og deilur út af því. Best er að slökkva á routernum svo að ekki sé hægt að vera á netinu, hafa það fastákveðið td útfrá svefnþörf.

Svo er svipað með leikina, ef þú ert dottin í netleikina þá er rosalega erfitt að hætta að spila, einn leik einn og svo er klukkan orðinn alltof margt. Held að margir kannist við þetta en færri sem viðurkenna að þetta sé fíkn. Einstaklingsleikir eru oft þannig að þú hamast við að spila þá þangað til að þú "klárar" leikinn svo eru aðrir td svokallaðir manager/hlutverka leikir þar sem þú getur spila í það óendanlega. Eina sem stoppar fólk í að hanga í þeim er vinna og/eða skóli, auðvelt að panta bara pizzu og rétt hlaupa frá leiknum og taka á móti matnum og hendast í tölvuna aftur.

Ef það er verið að spila netleiki þá er hægt að stjórna því aðeins með því að slökka á routernum en erfiðara að stjórna þessum leikjum sem eru ekki á netinu þá er það bara takmörkun á tölvunotkun í heild sem virkar.

 


mbl.is Er tölvuleikjafíkn stórt vandamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband