Njósnir á Old Trafford ?

Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í morgun að lítil Cessna flugvél hafi verið að fljúga yfir Carrington æfingasvæði Manchester United. Þessi vél á að hafa verið sérstaklega útbúinn þannig að það heyrist voða lítið í henni og nýjusta tækni í eftirlitsmyndavélum notuð.

Nefna menn að hreyfill vélarinnar sé 100.000 punda virði og njósnabúnaðurinn í henni er metinn á 50.000 pund.

Þá er það stóra spurningin hver í ósköpunum nennir að fá flugvél til að fljúga yfir æfingasvæðið og hvað græða menn á því ? Næsti leikur okkar er um helgina við Portsmouth í bikarnum, varla hefur Harry Redknap leigt þessa meintu njósnavél til að horfa á æfingu hjá United.

Get heldur ekki ímyndað mér Roman Abramovich sé að senda litla Cessnu "druslu", hann hefið ábyggilega sent alvöru forstjóravél og leyft Móra kallinum að fljóta með.

En það alvegarlegasta í þessu er að skv. sumum fjölmiðlum var þetta leynileg æfing hjá United og meðal annars var Venni Rún aka Fat Scouser að æfa eiitthvað nýtt Smile Sé nú bara spaugilegu hliðina á þessu en það verður gaman að sjá hvað Bretunum tekst að gera úr þessu máli og á maður eftir að fylgjast spenntur með fréttum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„meðal annars var Venni Rún aka Fat Scouser að æfa eiitthvað nýtt“

var hann að skora?

Zunderman (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband