Af hverju missti ég ?

Ég hef séð menn missa sig hér á blogginu og annarstaðar yfir því að Frjálslyndir séu að gera út á andúð í garð útlendinga, og núna ritar Steingrímur J. um að hann vilji ekki samstarf við flokka sem gera út á þessa "andúð". Ég las nú ekki þessa andúð á útlendingum í ræðu foryngja tvíeykisins í Frjálslyndaflokknum sem hann flutti á landsfundinum, gæti verið að hann hafi eitthvað sagt á fundinum sem fær menn til að túlka þetta svona en mér fannst það ekki í ræðuni sem birtist hérna á mbl.is ef ég man rétt.

Mér finnst á stundum að þegar það kemur að því að tala um gengdarlausann innflutning á erlendu vinnuafli þá máli menn allt í annað hvort svörtu eða hvítu. Málið er að þessi umræða er nauðsynleg enda var enginn viðbúinn þessum miklu breytingum, og markt sem þarf að skoða en loks þegar þetta var eitthvað rætt á alþingi þá stukku menn upp á nef sér og misstu sig yfir meintum rasisma í Frjálslyndum. Þeir opnuðu löng tímabæra umræðu og eru stimplaði rasistar fyrir vikið - næ ekki alveg samhenginu enda ekki hrifinn af bara svörtu og hvítu, sé lífið í miklu fleiri litum.


mbl.is Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála.  Ég hef ekki heyrt neitt sem flokka mætti sem rasisma  eða útlendingahatur.  Það eina sem ég hef heyrt er að Frjálslyndir vilji gera hlutina rétt þegar kemur að aðfluttu vinnuafli og innflytjendum.  Maður hefði haldið að það kæmi öllum til góða.  Svona skítkast sýnir einfaldlega að a.m.k. sumir stjórnmálamenn eru í þessum bransa fyrir sjálfan sig. Þ.e. að tryggja sér atkvæði í stað þess að reyna að gera þjóðfélaginu gott.

Ra (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:13

2 identicon

Hvað réttlætir það að svona smáþjóð hafi einkarétt á svona stóru landi?

 Öll þjóðin er komin af innflytjendum, ekki gleyma því.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:27

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þú mistir vonandi ekki af neinu Rúnar en ef þú lest fréttina betur sérðu væntanlega að Steingrímur er ekki að túlka neitt né fullyrða um stefnu Frjálslyndra heldur segir hann: "...að ef svo dapurlega eigi eftir að fara í íslenskum stjórnmálum að þar gangi fram flokkur sem beinlínis geri út á andúð í garð fólks af erlendum uppruna og daðri við kynþáttaaðgreiningarhyggju þá sé samstarf fyrirfram útilokað við slíka flokka." Þetta er mjög skýrt og afdráttarlaust en taktu eftir: "ef svo dapurlega eigi eftir að fara" semsagt engin fullyrðing um Frjálslynda eins og þú túlkar það greinilega. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.2.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband