Skuggalega flott
4.3.2007 | 00:53
En klúður hjá mér, leit út um gluggann og sá ekkert - sko fyrir almyrkvann. Hefði verið gaman að sjá þetta með berum augum eins og sagt er.
Er samt ennþá með stjörnur í augunum ef svo má að orði komast eftir stórkostlega norðurljósasýningu sem var fyrir um 2 vikum. Við Rebekka láum uppi í rúmi og ég var nýbúinn að lesa fyrir hana og varð litið upp í þakgluggann og þar blasti við það fallegast sjónarspil sem ég hef séð. Oft hafði ég séð flott norðurljós en þessi voru bara einstök og ekki hægt að reyna að lýsa því sem fyrir augu blasti nema þetta er það flottasta ljósasýning himinhvolfsins sem ég hef séð á minni æfi. Rebekka var alveg dolfallin yfir þessu og sagði bara vá pappi sjáðu bleika litinn - hún er akkurat á prinsessuskeiðinu og elskar allt bleikt.
Almyrkvi á tungli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.