Bruce, Hughes, eða Coppell ?

Já stórt er spurt - Hver þessara snillinga er best fallinn til að taka við starfi Sir Alex Ferguson þegar hann hættir eftir 2 ár eða svo. Svo er Roy Keane að byrja vel og með sama áframhaldi gæti hann gert tilkall til krúnu Sörsins á Old Trafford - hver veit.

Ég vil meina að Mark Hughes sé maðurinn í djobbið, en hef svo sem ekkert fyrir mér í því annað en nostalgíu eða hvað sem það má kalla það. Hughsey var minn uppáhaldsleikmaður þegar hann spilaði með okkur og eflaust hefur það eitthvað að segja. Karakterinn líka, rólegur að eðlisfari en breytist í "villidýr" þegar inn á völlin er komið, áttum margt sameiginleg á fótboltaferlum okkar. Eini munurinn og er það bara algjört aukaatriði er að hann gat spilað fótbolta en ég ekki - var algjörlega hæfileikalaus en þoldi ekki að tapa og barðist alltaf.Smile Man sérstaklega eftir "official videoi" sem gefið var út um Hughes þar sem hann veitti viðtal heima hjá sér og var það blaðaefni þar sem hann hélt alltaf sínu persónulega lífi fyrir utan fjölmiðlaheiminn. Menn vissu varla neitt um hann utan vallar hvort hann væri giftur eða ætti börn en í þessu videoi mætti liðið bara heim til hans og tók viðtal og tveir synir hans ef ég man rétt sáust sparka bolta á milli sín á grasblettinum bakvið hús.

Steve Bruce hefur átt gloppóttan feril sem framkvæmdastjóri en er að að koma sterkur inn með Birmingham liðið og er kanski að ná stöðugleika sem stjóri. Hann var eitilharður varnarmaður og hikaði ekki við að fórna nefinu ef þess þurfti í baráttu um boltann. Algjör leiðtogi á velli enda fyrirliðið liðsins í mörg ár - dreyf menn áfram og peppaði upp.

Coppell er elstur og hefur mestu reynsluna sem stjóri, árangur hefur verið upp og ofan en liðið sem hann hefur búið til hjá Reading er athyglisvert engar stjörnur heldur samsafn af leikmönnum sem vita sín takmörk og eru ekkert að reyna umfram það sem þeir kunna. Berjast eins og ljón og gefast aldrei upp. Það eru eiginleikar sem Coppell var kanski ekki þekktur fyrir þegar hann hljóp upp og niður hægri vænginn hjá United á sínum tíma.

En hvern telur þú vænlegastann sem eftirmann Ferguson ?


mbl.is Blackburn fagnaði sigri á Reebok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Þarf eitthvað að skipta um mann, er það hægt. Það er allavega ein kynslóð, ef ekki tvær eða fleiri sem hafa ekki hugmynd um að það hafi verði annar framkvæmdastjóri hjá ManUtd.

Þetta kom til umræðu á mínu  heimili í gær og á einhvern ótrúlegan hátt mundi ég hver var á undan Alex. ManUtd mennirnir sem voru á svæðinu gátu ekki svarað þessu.

Annars var þetta viðbjóðslegt í gær.

Rúnar Birgir Gíslason, 4.3.2007 kl. 16:29

2 identicon

Ég er Blackburn fan og því miður held ég að sé aðeins tímaspursmál hvenær Hughes verði tekinn af okkur....ekki hvort.

Addi E (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband